Graham Potter fyrrum stjóri Chelsea hefur verið orðaður við mörg félög en hann gæti nú verið að landa starfi.
Potter kom til greina hjá Leicester en félagið ákvað frekar að ráða Ruud van Nistelrooy.
Nú eru bæði West Ham og Wolves að ræða við Potter en bæði félög skoða breytingar.
Julen Lopetegui tók við West Ham í sumar og er til skoðunar að reka hann, hjá Wolves er Gary O´Neil í hætu sæti.
Potter hefur mikinn áhuga á að fá starf í deildinni og skoðar þau tilboð sem koma á borð hans.