Manchester United tilkynnti í gær andlát Kath Phipps, sem starfaði fyrir félagið í 55 ár í ýmsum stöðum.
Fallegum orðum um Kathy rignir inn og ekki síst frá leikmönnum United, núverandi og fyrrverandi.
Kath starfaði í móttöku á æfingasvæði félagsins og á Old Trafford, hún var elskuð af leikmönnum félagsins.
Fram kom á samfélagsmiðlum í gær að David Beckham, fyrrum leikmaður United hefði á dögunum heimsótt Kath þar sem hún var á sjúkrastofnun að berjast fyrir lífi sínu.
„Alltaf í hjarta okkar,“ skrifar Beckham svo á samfélagsmiðla og birtir mynd af því sem hann heldur í hönd Kath.
„Fyrsta og síðasta andlitið sem ég sá á æfingasvæðinu var Kath sem sat í móttökunni á Old Trafford og lét mig fá miðana mína á leikinn. Hún var hjartað og sálin í Manchester United,“ segir Beckham.
„Það vissu allir hver Kath var og það dýrkuðu hana allir. Ég flutti 15 ára til Manchester og Kath lofaði foreldrum mínum að sjá um mig. Frá fyrsta til síðasta dags sem ég var með henni þá var það þannig. Old Trafford verður aldrei eins án þess að fá bros hennar þegar maður mætti. Við elskum þig.“
View this post on Instagram