Unnið er að heimildarmynd um Wayne Rooney og starf hans hjá Plymouth en nú er það til skoðunar að hreinlega hætta við gerð myndarinnar.
Plymouth er á vondum stað í Championship deildinni og aðeins unnið einn leik af síðustu níu.
Sagt er að Rooney gæti misst starf sitt á næstunni ef ekkert fer að breytast á næstu vikum.
„Heimildarmyndin átti að fanga það hvernig leikmaðurinn Wayne Rooney verður að þjálfara,“ segir heimildarmaður enskra blaða.
„Ef þetta endar sem hryllingsmynd er líklegt að Rooney eða þeir sem framleiða myndina hætti við.“
Rooney tók við Plymouth í sumar og voru gerðar miklar væntingar til hans.