fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. desember 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmaður og frambjóðandi Miðflokksins í nýafstöðnum kosningum, varar við samstarfi við Flokk fólksins.

Núna standa yfir stjónarmyndunarviðræður milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Ólafur segir um þetta á Facebooksíðu sinni:

„Tveir flokksformenn standa í viðræðum um ríkisstjórn við formann flokks sem krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða, vinnandi fólk og fólk horfið af vinnumarkaði. Atlagan felur í sér að 90 milljörðum króna verði rænt af fé þessa fólks aflað hörðum höndum og kjör þeirra á efri árum skert að sama skapi. Fénu á að veita til fólks sem ekki hefur aflað sér lífeyrisréttinda en er þóknanlegt flokksformanninum. Hver og einn getur metið langlífi slíkrar stjórnar og viðbrögð kjósenda næst þegar gengið verður að kjörborðinu.“

Ólafur var þingmaður Flokks fólksins en var rekinn úr flokknum í kjölfar birtingar hljóðritana frá Klaustur Bar haustið 2018. Ólafur hafði sig þó ekki mikið fram í þeim umræðum sem skóku samfélagið þó að hermd væru upp á hann ein vafasöm ummæli.

Sjá einnig: Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson reknir úr Flokki fólksins

Ólafur er ekki eini Miðflokksmaðurinn sem gagnrýnir Ingu Sæland fyrir hugmyndir hennar um aukna skattheimtu af innborgunum í lífeyrissjóði, en þær fela í sér þann ásetning að sækja 90 milljarða árlega í lífeyrissjóðakerfið. Um þetta sagði Þorsteinn Sæmundsson í grein í síðasta mánuði:

„Það er auðvelt að skapa sér velvild og vinsældir um hríð með því að ráðast gegn ímynduðum óvini. Oft ráða skammtímahagsmunir ferðinni þegar slíkt er viðhaft. Formaður flokks fólksins gerir nú tilraun til að gera sér mat úr óánægju einhverra með lífeyrssjóðakerfið með því að boða sérstaka skattlagningu á lífeyrissjóði upp á níutíu milljarða á hverju ári inn í framtíðina. Rétt er að minna á þá staðreynd að lífeyrissjóðir eiga ekki peninga. Þeir eru eftirlaunasjóðir íslensks erfiðisfólks og hafa þann eina tilgang að ávaxta sjóðina sem best til að eiga fyrir lífeyris – og örorkuréttindum framtíðarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni
Fréttir
Í gær

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm