Terturnar voru í sendiferðabíl og virðist sem þjófurinn eða þjófarnir hafi verið svangir því í bílnum voru 2.500 tertur. CNN skýrir frá þessu.
Banks sagði að allt hafi verið til reiðu að flytja terturnar til York þar sem selja átti þær á jólamarkaði.
„Einhvers staðar er sendibíllinn okkar og tæpt tonn af tertum með nafninu mínu á. Þeir hafa líklega ekki reiknað með að það væri tæpt tonn af tertum í sendibílnum,“ segir Banks í myndbandi sem hann birti á Instagram.
Hann bætir síðan við að líklega geti þjófarnir ekki gert mikið við terturnar og stingur upp á því við þá að þeir skili þeim á góðan stað þar sem hægt verði að deila þeim út til fólks.
Hann fer ekki leynt með álit sitt á þjófunum –„Ég veit vel að þið eruð þjófóttir drullusokkar og ég vona að þið fáið engar jólagjafir í ár.
Lögreglan fann sendibílinn á mánudaginn en engar tertur.