fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Pútín hefur sjálfur yfirumsjón með nauðungarflutningum úkraínskra barna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. desember 2024 07:00

Pútín tilkynnti um óvænt vopnahlé um páskanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins og mannréttindastofnunar Yale háskólans kemur fram að svo virðist sem Vladímír Pútín og aðrir háttsettir valdamenn í Kreml standi á bak við nauðungarflutninga á úkraínskum börnum til Rússlands og „enduruppeldi“ þeirra.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) skýrir frá þessu. Fram kemur að minnst 314 börn frá hernumdu svæðunum í Donetsk og Luhans hafi verið flutt nauðug til Rússlands.

Í skýrslunni er því slegið föstu að Pútín hafi sjálfur yfirumsjón með þessu og að Maria Lvova-Belova, ráðherra málefna barna, sjái um framkvæmdina fyrir hans hönd.

Börnin eru oft sögð vera munaðarlaus eða þá að foreldrar þeirra hafi yfirgefið þau. Þeim er komið fyrir hjá rússneskum fósturfjölskyldum og „enduruppalin“ út frá þjóðernissinnaðri rússneskri hugsun. Markmiðið er að eyða öllu úkraínsku úr fari þeirra.

Börnin eru flutt með herflugvélum og öðrum flugvélum á vegum Pútíns. Talið er að mun fleiri börn en 314 hafi verið nauðungarflutt til Rússlands.

Nauðungarflutningar á börnum eru skilgreindir sem þjóðarmorð í Genfarsáttmálanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta
Fréttir
Í gær

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina
Fréttir
Í gær

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“
Fréttir
Í gær

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“