fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Átta ára martröð íbúa fjölbýlishúss loks á enda

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 5. desember 2024 20:00

Ekki kemur fram hvar nákvæmlega fjölbýlishúsið er en þar sem málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjaness þá er mögulegt að það sé í Kópavogi. Mynd/Kópavogsbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness sem gert hafði ónefndri konu að flytja úr fjölbýlishúsi og selja íbúð sína í því. Í dómnum kemur fram að í alls 8 ár hafi nágrannar konunnar mátt þola ónæði frá henni, ofbeldi, skemmdarverk, afar slæma umgengni auk fíkniefnasölu og ógnandi framkomu af hálfu hennar og fólks sem tengdist henni.

Það kemur ekki fram í dómi Landsréttar í hvaða sveitarfélagi húsið er en líklega er það á Suðurnesjum eða á höfuðborgarsvæðinu, að Reykjavík undanskilinni, fyrst málið fór upphaflega fyrir Héraðsdóm Reykjaness, en fram kemur að það skiptist í 39 eignarhluta.

Í dómi Landsréttar kemur fram að það teljist sannað að fólk á vegum konunnar hafi selt og afhent fíkniefni í húsinu. Þetta sýni upptökur úr eftirlitsmyndavélum, framburðir vitna og upplýsingar úr gögnum lögreglu fram á.

Fallist er á það með héraðsdómi að konan hafi brotið gegn skyldum sínum gagnvart öðrum eigendum að íbúðum í húsinu og gegn friðhelgi bæði eignarréttar og heimilis þeirra. Af þeim sökum var dómur héraðsdóms staðfestur.

Það var húsfélag hússins sem stefndi konunni eftir að hún varð ekki við áskorun þess árið 2022 um að bæta ráð sitt.

Átta ár

Með dómi Landsréttar fylgir dómur héraðsdóms í málinu en hann var kveðinn upp í október 2023. Í síðarnefnda dómnum er að finna nánari lýsingar á því sem gengið hafði á í húsinu fram að því.

Ákveðið var á húsfundi í desember 2022 að stefna konunni og krefjast þess að henni yrði gert að flytja út og selja íbúð sína.

Í dómnum kemur fram að málið hafi verið höfðað á grundvelli ónæðis frá konunni og samferðafólki hennar, auk fíkniefnasölu, ógnandi framkomu og óþrifnaðar.

Í dómnum eru nefnd fjöldi skipta sem lögreglan var kölluð til vegna þess sem gekk á íbúð konunnar. Elstu atvikin eru frá 2015 en þau nýjustu frá 2023 og því um alls átta ára tímabil að ræða en eina árið sem kemur ekki við sögu í upptalningu atvikanna er 2020.

Um var að ræða ýmist ofbeldi í garð annarra íbúa í húsinu, slagsmál, veikindi, skemmdarverk, þjófnaði, ógnandi framkomu,  mikið ónæði, fíkniefnasölu, töflur og sprautur sem höfðu verið skildar eftir og í tvö skipti var lögreglan kölluð til vegna andláts í íbúðinni af völdum veikinda.

Tók sjö ár að missa þolinmæðina

Í dómnum er síðan ferli málareksturs húsfélagsins gegn konunni lýst nánar. Miðað við það sem kemur fram var ekki ákveðið að grípa til aðgerða gegn konunni fyrr en árið 2022, sjö árum eftir að lögregla var fyrst kölluð til vegna hennar. Það kemur ekki fram í dómnum hvers vegna leið svo langur tími.

Stefna húsfélagsins á hendur konunni var m.a. byggð á grundvelli þeirra ákvæða í lögum um fjöleignarhús að eigendum beri skylda til að taka tillit til annarra við hagnýtingu séreignar og virða rétt og hagsmuni annarra eigenda. Þá sé eiganda skylt að haga afnotum og nýtingu þannig að aðrir eigendur og afnotahafar verði ekki fyrir ónauðsynlegu og óeðlilegu ónæði. Sagði húsfélagið ljóst að konan hefði brotið gróflega gegn þessum ákvæðum með framferði sínu.

Ósannað

Konan vildi meina að ekki hefði verið færðar sönnur á að hegðun hennar hafi verið með þessum hætti sem húsfélagið fullyrti. Umrædd atvik hafi verið fá, léttvæg og fæst þeirra hafi varðað hana sjálfa. Atvikin hafi ekki varðað brot hennar á skyldum sínum eða gegn reglum í húsinu.

Kröfur um að henni yrði gert að flytja út og selja íbúð sína brytu gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti hennar.

Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness er minnt á ákvæði áðurnefndra laga um fjöleignarhús um að brjóti eigendur gróflega gagnvart skyldum sínum við aðra eigendur í viðkomandi húsi sé mögulegt að skylda viðkomandi að flytja út og selja sinn eignarhlut.

Ónæði frá upphafi

Í niðurstöðunni eru einnig rifjaðar upp lýsingar vitna fyrir dómi á því sem gengið hafði á í húsinu af völdum konunnar.

Meðal þeirra var íbúi í íbúðinni á móti íbúð konunnar. Um var að ræða konu sem sagðist hafa búið í húsinu í sjö ár og frá fyrsta degi orðið vör við fíkniefnasölu, mikinn umgang og ónæði frá konunni. Lýsti hún því að gestir konunnar dingluðu á bjöllum um miðjar nætur til þess að komast inn í húsið, auk þess sem sparkað hefði verið í útidyrahurð hennar hvað eftir annað. Nágrannakonan sagðist vera hrædd við nágranna sína og treysti sér stundum ekki til þess að vera heima hjá sér.

Nefndi nágrannakonan konu sem hafði búið um tíma hjá konunni en sú kona hafi gengið svo illa um þvottahús í sameign að kalla hafi þurft til meindýraeyði vegna veggjalúsar sem borist hafi úr íbúð konunnar.

Fleiri vitni komu fyrir dóminn og lýstu fíkniefnasölu, stanslausu ónæði, skemmdarverkum, ofbeldi og afar slæmri umgengni konunnar og gesta hennar.

Ótrúverðug

Héraðsdómur segir í sinni niðurstöðu að framburður konunnar þar sem hún geri lítið úr öllum atvikunum sem við sögu komu sé ótrúverðugur. Myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum hússins staðfesti fíkniefnasöluna, gögn lögreglu og trúverðugur framburður allra vitna staðfesti aðrar af þeim sökum sem bornar hafi verið á hana.

Þegar kom að fullyrðingum konunnar um að verið væri að brjóta á stjórnárskrárbundnum eignarrétti hennar segir dómurinn að samkvæmt stjórnarskránni sæti friðhelgi eignarréttar þeirri takmörkun að skylda má einstakling með lögum til þess að láta af hendi eign sína ef almenningsþörf krefur og fullt verð kemur fyrir.

Héraðsdómur sagði því öllum skilyrðum laga fullnægt og gerði konunni að flytja út og selja íbúð sína.

Með staðfestingu Landsréttar á dómnum virðist síðan ekki annað en að 8 ára martröð nágranna konunnar sé á enda.

Dóma Landsréttar og Héraðsdóms er hægt að nálgast hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“