fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Eyjan
Fimmtudaginn 5. desember 2024 16:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formaður bæjarráðs Árborgar, Sveinn Ægir Birgisson, sakar Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, um að fara frjálslega með sannleikann þegar hún minntist á uppbygginguna í Árborg í leiðtogakappræðum RÚV í síðustu viku. Sveinn hefur nú á móti verið sakaður um að hagræða sannleikanum nokkuð sjálfur.

Kristrún ræddi uppbyggingu innviða og íbúða en Sjálfstæðisflokkurinn skaut ítrekuðum skotum á íbúðaskort í Reykjavíkurborg, þar sem Samfylkingin er í meirihluta, sem og á fjármál höfuðborgarinnar. Kristrún skaut því til baka og benti á Árborg, þar sem Sjálfstæðisflokkur er í meirihluta. Þar hafi menn kynnst því að það er dýrt að brjóta nýtt land og hafi Árborg meðal annars þurft að fara í afturvirka útsvarshækkun þar sem dýrt sé að byggja upp innviði.

Sveinn Ægir tók þessu persónulega og birti pistil á Facebook þar sem hann sagði Kristrúnu fara frjálslega með sannleikann. Álag á útsvar í sveitarfélaginu hafi ekki verið vegna kostnaðarsamrar uppbyggingar innviða og hafi ekki verið sett á afturvirkt. Um var að ræða neyðarúrræði út af grafalvarlegri stöðu sem sveitarfélagið komst í á síðasta kjörtímabili þegar Samfylkingin var við völd í Árborg.

„Þegar nýr meirihluti Sjálfstæðismanna tók við í byrjun sumars 2022 var staðan þannig að sveitarfélagið var rekið með 363.000 króna tapi á klukkustund eða 8,7 milljóna króna tapi á dag! Áætlun gerði ráð fyrir að rekstrartap ársins yrði 3,2 milljarðar. Strax eftir kosningar var gripið til aðgerða og hagrætt í rekstri. Þær aðgerðir báru árangur og í lok árs nam rekstrartapið 2,8 milljörðum króna (sjá mynd 2). Allar götur síðan hefur meirihlutinn unnið ötullega að því að hagræða í rekstrinum og í leiðinni reynt með fremsta móti að standa vörð um velferð íbúa og okkar viðkvæmustu hópa.“

Sveitarfélagið hafi ráðið til sín alltof marga í vinnu og launakostnaður með þeim hæstu á Íslandi. Kristrún ætti því að líta sér nær í staðinn fyrir að benda á aðra.

Óboðlegt og hálf dapurlegt

Þessi pistill vakti hörð viðbrögð meðal þeirra bæjarfulltrúa sem voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili í Árborg. Var Sveini bent á að vissulega hafi verið uppsöfnuð innviðaþörf við upphaf síðasta kjörtímabils og það kosti að vinna slíkt upp. Að ógleymdu því að á sama tíma var Ísland að takast á við COVID-19, verðbólgu, hækkandi vexti og svo afleiðingar af innrásinni í Úkraínu. Fólksfjölgun var mikil á síðasta kjörtímabili í Árborg og hefur haldið áfram eftir að nýr meirihluti tók við, sem hefði ekki verið hægt nema út af þeirri uppbyggingu sem var ráðist í.

Aðrir bentu á að Kristrún hafi nú ekki verið að kenna neinum um. Hún hafi bara bent á að Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg viti hvað það kosti að byggja upp innviði.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir í athugasemd: „Það er nú hálf dapurlegt að væna einhvern um að fara frjálslega með sannleikann en skrifa svo langan pistil í kjölfarið þ.s. bæði er sögð hálf sagan og farið frjálslega með sannleikann í þeim tilgangi annars vegar að reyna réttlæta sig og sinn flokk og hins vegar að skíta út pólitíska andstæðinga.“

Til samanburðar benti Sigurjón á að afkoma ríkis hefði líka farið niður á við á síðasta kjörtímabili út af heimsfaraldrinum.

Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, segir um pistilinn: „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“.Tómas rekur að Sveinn taki ekkert tillit til þeirra utanaðkomandi þátta sem höfðu áhrif á rekstur Árborgar á síðasta kjörtímabili, sem voru fjölmargir, og eins horfi Sveinn ekki til þess að nauðsynlegt var að ráðast í innviðauppbyggingu

Fleiri tóku til máls og gagnrýndu Svein. Einn benti á að honum væri nær að hætta öllu skítkasti yfir fólk sem áður var í bæjarstjórn og halda sig við verkefnið að reka Árborg.

Var útsvarið hækkað afturvirkt?

Hvað varðar fullyrðingu Sveins um að útsvar hafi ekki verið hækkað afturvirkt þá var þó fjallað um þetta álag með slíkum hætti í fjölmiðlum og á íbúasíðum þar sem mikillar óánægju gætti með hækkunina og efast var um lögmæti hennar einmitt sökum þess að hún væri afturvirk. Sjá til dæmis hér.

Orðalag í tilkynningu Árborgar um álagið var eftirfarandi:

„Sveitarfélagið Árborg vill vekja athygli íbúa á því að álag var sett á útsvar frá upphafi árs 2024. Þetta þýðir að tekjur sveitarfélagsins munu aukast á þessu ári en áhrifin á skattgreiðendur koma fram í uppgjöri á næsta ári, sumarið 2025.“

Íbúum var því bent á að við álagningu skatts á næsta ári gætu þeir fengið töluvert háa rukkun út af þessu álagi. Til dæmis yrði einstaklingur með mánaðarlaun upp á 833.000 kr. rukkaður um 177 þúsund.

Sjá einnig: Bæjarstjórn Árborgar hækkar skatta á íbúa vegna fjárhagsvanda – Þetta eru hækkanirnar

Eftir stendur spurningin hvort Kristrún hafi farið frjálslega með sannleikann eða hvort það sé svo Sveinn eftir allt saman. Voru álögur hækkaðar með afturvirkum hætti? Veit Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg að það er dýrt að brjóta land og byggja upp íbúðir og innviði? Ef svarið er já þá fór Kristrún ekki með fleipur. Ef svarið er nei, þá gæti Sveinn sjálfur þurft að líta sér nær. Ef svarið er já við öðru og nei við hinu, þá eru bæði að hagræða sannleikanum að hluta, en að hluta til sannsögul.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Íslenskt fyrirtæki gerir samkomulag í Sádí-Arabíu um þróun vottunarkerfis fyrir kolefnisbindingu

Íslenskt fyrirtæki gerir samkomulag í Sádí-Arabíu um þróun vottunarkerfis fyrir kolefnisbindingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hrun Vinstri grænna og Katrínar á sér skýringar

Orðið á götunni: Hrun Vinstri grænna og Katrínar á sér skýringar