fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Ætlaði að refsa 11 ára drengjum fyrir snjóboltakast en endaði fyrir dómi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. desember 2024 20:35

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Maggi gnúsari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn mánudag yfir manni sem var ákærður fyrir líkamsárás, nytjastuld og brot gegn barnaverndarlögum.

Rígfullorðinn maður var þar ákærður fyrir að veitast að tveimur 11 ára drengjum. Hann ýtti öðrum þeirra upp að vegg en sparkaði í reiðhjól sem var í eigu hins drengsins, stakk hjólinu inn í bíl sinn og ók á brott með það.

Atvikið átti sér stað 22. nóvember árið 2023. Fyrir dómi lýsti ákærði því að hann hafi verið að aka Borgartún og beygt suður Kringlumýrarbraut. Hefði þá snjóbolta verið kastað í framrúðuna. Hefði hann hrokkið við og næstum misst stjórn á bílnum. Hafi hann séð drengi hlaupa burt, fyllst reiði og beygt inn í ónefnda götu (nafnhreinsað úr dómi) og þá séð tvo unga stráka. Hefði hann keyrt upp að þeim og stöðvað bílinn fyrir framan þá. Hefði hann síðan farið út úr bílnum og gengið upp að þeim og öskrað að þeim, rifið í úlpu annars og sparkað að hinum. Hefði hann sagt þeim að hann vildi tala við foreldra þeirra og í reiði sinni tekið hjólið af öðrum drengnum og sett það inn í bílinn. Kvaðst hann ekki hafa ætlað að stela hjólinu heldur hefði hann viljað ná að tali af foreldrum drengjanna. Kvaðst hann eiga erfitt með að útskýra þessa hegðun sína, hann hefði „snappað“ og væri ekki stoltur af þessu.

Maðurinn kvaðst iðrast mjög framkomu sinnar við drengina en hann náði í vor sátt við við réttargæslumenn þeirra um að greiða þeim bætur og hefur hann greitt þeim bætur á grundvelli þeirrar sáttar.

Fyrir dómi játaði maðurinn háttsemina en krafðist sýknu á grundvelli þess að atvik sem lýst er í ákæru verði ekki heimfærð undir þau refsiákvæði sem þar eru tilgreind.

Dómari taldi hann sekan og sagði framkomu hans við drengina vera ruddalega. Hins vegar var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar að ákærði hefði sýnt iðrun og greitt brotaþolum bætur. Ákvað dómari því að fresta refsingu og fellur hún niður að tveimur árum liðnum ef ákærði heldur almennt skilorð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við