Í dag kl. 15:00 verður fyrsta skóflustunga á Meistaravöllum og þar með fyrsti áfangi í endurbótum á KR svæðinu orðinn að veruleika.
KR hefur lengi verið að bíða eftir þessu en þetta er fyrsta skrefið af mörgum í að bæta aðstöðu félagsins.
„Næstu mánuðir fara í framkvæmdir á aðalvelli okkar KR-inga, Meistaravöllum, það er því staðreynd að næsta sumar munu liðin okkar spila sína heimaleiki á gervigrasi,“ segir á vef KR.
Þetta er aðeins fyrsti áfangi af nokkrum áföngum á endurbótum hjá KR og því spennandi mánuðir framundan.
Ljóst er að margir KR-ingar fagna þessu og sérstaklega Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari karlaliðsins sem hefur lagt áherslu á breytt undirlag á heimavelli KR.