Manchester Untied tapaði 2-0 gegn Arsenal í gær en bæði mörk Arsenal komu eftir hornspyrnu.
Seinna markið kom þó eftir ansi slysalegt atvik þar sem Marcus Rashford ætlaði sér að vera sniðugur.
Rashford missti hins vegar boltann frá sér og úr því kom markið sem kláraði leikinn. Roy Keane var sérstaklega ósáttur með innkomu Marcus Rashford í leiknum.
„Rashford er mættur inn, hann er hræðilegur í einföldum hlutum leiksins. Sjáið meðal annars skallann þarna,“ sagði Keane.
Keane sagði svo að líklega myndu ensk blöð pikka þessi ummæli hans upp og það gerðist.
„Þetta er ömurlegt, þetta er gjörsamlega glatað. Þeir sparka boltanum bara út af,“ sagði Keane svo skömmu síðar.
Atvikið má sjá hér að neðan.
This is how we conceded the corner for the second goal, these players are not serious 🤣
— . (@utdcynical) December 4, 2024