fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Svona margar mínútur þarftu að ganga á dag til að lengja lífið um mörg ár

Pressan
Laugardaginn 14. desember 2024 18:30

Það er hollt að fara í göngutúr. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar eru að þú þarft ekki að ganga hálfa leið til Kína til að hafa ávinning af göngutúrnum. Bara það að ganga í nokkrar mínútur á dag getur haft góð áhrif á heilsufarið.

Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu British Journal of Sports Medicine, kemur fram að vísindamennirnir hafi beint sjónum sínum sérstaklega að tengslunum á milli hreyfingar og heilsufars. Í rannsókninni var stuðst við 196 eldri rannsóknir en þær náðu til 30 milljóna manna. Elle skýrir frá þessu.

Niðurstöðurnar sýna að fólk, sem hreyfir sig í 75 mínútur á viku, þar á meðal með rösklegri göngu, var síður líklegt til að deyja ótímabærum dauða og munaði þar 23%.

Þegar kafað var enn dýpra ofan í gögnin kom í ljós að 75 mínútna hreyfing, með miðlungs ákefð, dró úr líkunum á hjarta- og æðasjúkdómum um 17% og um 7% á krabbameini.

Vísindamennirnir segja að göngutúrar séu kjörin hreyfing, það sé auðvelt að fara í göngutúr því aðeins þurfi að fara í skó og koma sér af stað. Það þurfi enga sérstaka færni og þess utan sé sjaldgæft að fólk sé hrætt við að fara í göngutúr. Þess utan er ganga góð fyrir hjarta- og æðakerfið. Gönguferðir eru einnig góðar fyrir beinin og hreyfigetu fólks.

Rannsóknir hafa einnig sýnt að ef fólk stundar reglulegar gönguferðir, þá er það skapbetra, hjartað verður heilbrigðara og það eru minni líkur á sykursýki.

Rannsóknin leiddi í ljós að það þarf aðeins að ganga rösklega í 11 mínútur á dag til að gönguferðir hafi heilsufarslegan ávinning í för með sér. En það þýðir auðvitað ekki að maður eigi að stoppa eftir 11 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Í gær

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“