fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Pressan
Laugardaginn 14. desember 2024 15:30

Egg eru holl og góð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hægt að nota ýmsar aðferðir til að sjá hvort egg er ferskt og hvort öruggt sé að borða það. Á eggjabökkum á að vera dagsetning sem segir til um síðasta neysludag eggjanna og það er því auðvelt að fara eftir því.

En ef þessi dagsetning er ekki til staðar eða ef þú ert í vafa um hversu ferskt eggið er, þá er hægt að þefa af því, hrista það eða nota vatn til að ganga úr skugga um ferskleikann.

Auðveld aðferð er að nota vatn. Það er hægt að kanna ferskleikann með því að setja eggið í kalt vatn. Ef það sekkur og liggur á hliðinni á botninum, þá er það ferskt. Ef það stendur upprétt á botninum, þá er það enn í lagi en það er orðið gamalt og skynsamlegt að nota það sem fyrst. Ef það flýtur upp á yfirborðið, þá er það ekki gott og réttast að henda því.

Það er líka hægt að hrista eggið varlega á meðan þú heldur því upp við eyrað. Haltu því á milli þumal- og vísifingurs í láréttri stöðu. Ef þú heyrir ekkert, þá er eggið ferskt. Ef þú heyrir gutl, þá er mikið loft í egginu en það bendir til að það sé ekki ferskt. Þess vegna er best að borða það ekki.

Ef þú ert búin(n) að brjóta eggið, þá er hægt að ganga úr skugga ferskleika þess með því að þefa af því og horfa á það. Lélegt egg lyktar eins og brennisteinn. Hentu því strax ef svo er. Lyktin af fersku eggi er hlutlaus og eggjarauðan er hringlótt og stíf. Hvítan er þykk. Eggjarauðan er flöt í gömlu eggi og hvítan virðist vatnskennd og slímug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“