En ef þessi dagsetning er ekki til staðar eða ef þú ert í vafa um hversu ferskt eggið er, þá er hægt að þefa af því, hrista það eða nota vatn til að ganga úr skugga um ferskleikann.
Auðveld aðferð er að nota vatn. Það er hægt að kanna ferskleikann með því að setja eggið í kalt vatn. Ef það sekkur og liggur á hliðinni á botninum, þá er það ferskt. Ef það stendur upprétt á botninum, þá er það enn í lagi en það er orðið gamalt og skynsamlegt að nota það sem fyrst. Ef það flýtur upp á yfirborðið, þá er það ekki gott og réttast að henda því.
Það er líka hægt að hrista eggið varlega á meðan þú heldur því upp við eyrað. Haltu því á milli þumal- og vísifingurs í láréttri stöðu. Ef þú heyrir ekkert, þá er eggið ferskt. Ef þú heyrir gutl, þá er mikið loft í egginu en það bendir til að það sé ekki ferskt. Þess vegna er best að borða það ekki.
Ef þú ert búin(n) að brjóta eggið, þá er hægt að ganga úr skugga ferskleika þess með því að þefa af því og horfa á það. Lélegt egg lyktar eins og brennisteinn. Hentu því strax ef svo er. Lyktin af fersku eggi er hlutlaus og eggjarauðan er hringlótt og stíf. Hvítan er þykk. Eggjarauðan er flöt í gömlu eggi og hvítan virðist vatnskennd og slímug.