fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Stórstjarna í hringiðu framhjáhaldsskandals – Grunsamleg hegðun talin staðfesta háværan orðróm

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 5. desember 2024 09:28

Barry Keoghan, Sabrina Carpenter og Breckie Hill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórstjarnan Sabrina Carpenter og leikarinn Barry Keoghan eru hætt saman. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá tíðindunum í gær en þau voru saman í tæpt ár.

Sabrina Carpenter skaust heldur betur upp á stjörnuhimininn í ár var lagið hennar Espresso vinsælasta lag streymisveitunnar Spotify árið 2024. Hún gaf einnig út vinsæla lagið Please Please Please og fékk kærastann til að leika í því.

Í laginu biður hún viðkomandi um að særa hana ekki og niðurlægja. Hún syngur hún meðal annars:

„Please, please, please don’t prove I’m right

Please, please, please

Don’t bring me to tears when I just did my makeup so nice

Heartbreak is one thing, my ego’s another

I beg you, don’t embarrass me, motherfucker.“

En því miður hafa farið af stað sögusagnir um að það sé einmitt það sem Barry gerði. Hávær orðrómur um framhjáhald er á kreiki og er Barry, 32 ára, sagður hafa haldið framhjá Sabrinu, 25 ára, með áhrifavaldinum Breckie Hill, 21 árs.

Aðdáendur hafa verið að fylgjast með samfélagsmiðlum Breckie og hefur hegðun hennar undanfarinn sólarhring verið vægast sagt grunsamleg. Margir telja hegðun hennar staðfesta orðróminn en hún hefur verið að endurbirta (e. repost) myndbönd á TikTok um að Barry hafi haldið framhjá Sabrinu með henni. Eins og þetta hér að neðan.

@foundsheyou Trouble in paradise with Sabrina Carpenter and Barry @Team Sabrina @Sabrina Carpenter @Barry Keoghan @Breckie Hill #sabrinacarpenter #sabrinacarpenteredit #holidays #couple #barrykeoghan #breckiehill #pleasepleaseplease #shortnsweet #bedchem ♬ Please Please Please – Sabrina Carpenter

Hún endurbirti einnig myndband þar sem kemur fram: „Vandamál í Paradís, það er staðfest að Barry hélt framhjá Sabrinu með TikTok áhrifavaldinum Breckie Hill.“

@foundsheyou Trouble in paradise, it has been confirmed Barry cheated on Sabrina with TikTok Influencer @Breckie Hill when Sabrina was wrapping up her last show dates in California on her Short N Sweet Tour. Instead of attending the show Barry was seen out in public with the influencer. @Sabrina Carpenter @Team Sabrina @Barry Keoghan #sabrinacarpenter #sabrinacarpenteredit #holidays #couple #barrykeoghan #breckiehill #brycehall #pop #popculture #shortnsweet #bedchem #bedchemsabrinacarpenter #foryoupage #fyp ♬ Please Please Please – Sabrina Carpenter

Grunsamlegar myndir á Snapchat

Talið er að Barry hafi haldið framhjá með Breckie þann 18. nóvember síðastliðinn. Sabrina var með stórtónleika í Los Angeles en Barry er sagður hafa verið með ljóshærðum áhrifavaldi á hótelinu San Vicente Bungalows.

Breckie birti myndir af sér á Snapchat umrætt kvöld og var á veitingahúsi rétt hjá hótelinu. Hún birti einnig mynd af sér með margaritu drykk og vísaði í kvikmyndina Saltburn, þar sem hann fer með aðalhlutverk.

Breckie Hill.

Hún birti einnig þessa mynd.

Hvorki Sabrina né Barry hafa tjáð sig opinberlega um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva flettir ofan af slæmum sið Benedikts – „Vó“

Sunneva flettir ofan af slæmum sið Benedikts – „Vó“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg