fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Andvana fæddur

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 17. mars 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deadpool er barn síns tíma. Á 10. áratugnum komust í tísku ofurhetjur sem drápu menn í hrönnum og voru gjarnan vopnaðar sverðum og byssum auk ofurkrafta, Wolverine gekk í endurnýjun lífdaga og síðan kom Lobo og fleiri. Vissulega höfðum við alltaf viljað sjá ofbeldisfyllri ofurhetjur en Superman, en þegar þær sjálfar eru ódrepandi verður það hálf merkingarlaust.

Nú er Deadpool hins vegar hálfgerð tímaskekkja. Hann vísar út og suður í kvikmyndir eins og ef Kick-Ass eða jafnvel Tarantino hafi aldrei gerst. Myndin virðist eiga erfitt með að ákveða hvort hún sé að gera grín að ofurhetjumyndum eða reyna að vera ein af þeim, og mistekst eiginlega í hvoru tveggja. Allar klisjurnar eru hér á sínum stað, og það að benda statt og stöðugt á að þær séu klisjur kemur til lengdar ekki í staðinn fyrir nýjar hugmyndir.

Sextán ár eru síðan Marvel-myndirnar hófu að tröllríða kvikmyndaheiminum, en þær eru nú farnar að sýna þreytumerki. Ef hin grafalvarlega Superman vs. Batman verður jafn slæm og svartsýnismenn spá fáum við líklega enn meira af innihaldsleysu á borð við þetta, enda hefur myndin verið afar vinsæl, ekki síst í heimalandi sínu Bandaríkjunum. En erfitt er að sjá hvert hægt er að fara úr þessu. Kannski munu kvikmyndaáhorfendur sætta sig við að leita á náðir Star Wars?

Deadpool gerir fátt annað en að leika eftir atriði úr öðrum myndum, minna okkur á að við séum á horfa á bíómynd, drepa fólk hrottalega og stunda sjálfsfróun. Þegar uppi er staðið er myndin óttalegt runk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“