fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Dómur kveðinn upp í morðmáli sem fyllti Ítali hryllingi

Pressan
Fimmtudaginn 5. desember 2024 07:30

Giulia Cecchettin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Filippo Turetta var nýlega dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morðið á hinni 22 ára Giulia Cecchettin en það vakti mikinn hrylling og reiði á Ítalíu og beindi sjónum landsmanna að morðum á konum í landinu.

Cecchettin var stungin rúmlega 70 sinnum. Lík hennar var síðan vafið inn í svarta plastpoka og hent í skurð nærri vatni norðan við Feneyjar. Þetta gerðist í nóvember á síðasta ári.

Turetta, fyrrum unnusti hennar, var handtekinn í Þýskalandi 19. nóvember á síðasta ári, degi eftir að lík hennar fannst.

Þegar hann kom fyrir dóm í október sagðist hann hafa skipulagt ránið á Cecchettin og að hafa ætlað sér að myrða hana. Ástæðan var að hún vildi ekki taka upp ástarsamband við hann á nýjan leik.

Auk þess að vera dæmdur í ævilangt fangelsi, þarf hann að greiða fjölskyldu Cecchettin 760.000 evrur í miskabætur.

Cecchettin hvarf 11. nóvember 2023 eftir að hún hafði farið í verslunarmiðstöð í Marghera, með Turetta, til að kaupa sér föt.

Þegar lögreglan fór að leita að henni fékk hún upptökur úr eftirlitsmyndavél við þjóðveg einn, sem sýndu Turetta lemja Cecchettin. Hún sást reyna að sleppa frá honum en hann neyddi hana til að fara aftur inn í bílinn.

Frá því að Cecchettin var myrt, hafa 106 konur til viðbótar verið myrtar af körlum á Ítalíu. Í flestum málanna er eða var morðinginn í ástarsambandi við konuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar