fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Segir að Rússar hafi í fyrsta sinn svarað Vesturlöndum fyrir að fara yfir hina svokölluðu rauðu línu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. desember 2024 07:00

Pútín sér eftir að hafa valið þennan dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa enn í hótunum um notkun kjarnorkuvopna og sú ákvörðun þeirra að skjóta Oreschnik-flugskeyti, sem getur borið kjarnaodda, á Úkraínu hefur vakið ótta í Bandaríkjunum og Evrópu.

Þetta er í raun svar Rússa við þeirri ákvörðun Vesturlanda að heimila Úkraínumönnum að nota langdræg vestræn flugskeyti til árása á rússneskt landsvæði.

Eins og áður, drógu Vesturlönd lappirnar í að taka ákvörðun um að leyfa notkun flugskeytanna til árása á rússneskt landsvæði. Ástæðan er ótti þeirra við hina svokölluðu rauðu línu Pútíns. Í hvert sinn sem Vesturlönd hafa farið yfir hana hafa Rússar hrópað að nú komi úlfurinn en hann hefur aldrei komið, fyrr en nýlega þegar fyrrgreindu flugskeyti var skotið á Úkraínu. Það bar þó ekki kjarnaodda, heldur hefðbundnar sprengjur.

Konrad Muzyka, forstjóri hernaðargreiningarfyrirtækisins Rochan Consulting, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem Rússar hafi gengið svo langt að skjóta flugskeyti, sem tengist kjarnorkuvopnum beint. Þetta hafi líka verið í fyrsta sinn sem Rússar tóku ákveðið skref til að sýna hvar rauða línan er.

Hann benti á að með því að skjóta flugskeytinu á Úkraínu hafi Rússar sent þau skilaboð að þeir geti skotið kjarnorkuvopnum á Úkraínu.

Hann sagði einngi að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af að kjarnorkustríð sé yfirvofandi og ekki heldur að Rússar beiti vígvallarkjarnorkuvopnum í Úkraínu.

Hann benti einnig á að Úkraínumenn hafi skotið vestrænum flugskeytum á Rússland eftir þetta. Til dæmis hafi þeir nýlega ráðist á herflugvöll í Kúrsk en Rússar hafi ekki svarað þeirri árás. „Nú er stóra spurningin hvernig Rússar hafa hugsað sér að svara. Þeir verða að halda sama stigi ef þeir vilja láta líta á sig sem land sem fylgir hótunum sínum eftir. Það ætti að verða stigmögnun núna en ef þeir gera ekkert, þá verða þeir hugsanlega álitnir mjög veikburða,“ sagði Murzyka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“
Fréttir
Í gær

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot
Fréttir
Í gær

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín