fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Rifust um peningaeyðslu í fíkniefni því jólin eru á næsta leiti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. desember 2024 18:33

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla var kölluð út í Árbæ í dag vegna hávaða innandyra í íbúð. Þegar lögreglan kom á staðinn hitti hún fyrir tvo aðila sem voru í íbúðinni. Þau kváðust hafa rifist út af peningaeyðslu þeirra í fíkniefni undanfarið, þar sem jólin væru á næsta leiti.

Ofangreint kemur fram í dagbók lögreglu. Þar kemur eins fram að í Breiðholti barst tilkynning um frelsissviptingu og rán í heimahúsi. Húsráðandi var brotaþoli og voru tveir handteknir á vettvangi vegna málsins. Báðir voru í annarlegu ástandi sökum fíkniefnaneyslu.

Aðili í Hlíðum var ógnandi og í annarlegu ástandi í verslun. Hann hafði brotið hurð innandyra og var handtekinn á vettvangi. Annar aðili hafði sofnað í sameign fjölbýlishúss í hverfinu. Lögregla vísaði honum á dyr og gekk það vandræðalaust fyrir sig.

Eins var tilkynnt um nágrannaerjur í Múlahverfi en lögreglu tókst að stilla til friðar.

Bíll valt í Hafnarfirði og hlaut ökumaður minni háttar áverka, en hann var einn í bifreiðinni. Sá ákvað að leita sjálfur á slysadeild.

Loks var tilkynnt um vinnuslys í Hafnarfirði. Sá slasaði var fluttur á slysadeild af sjúkraflutningsmönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming
Fréttir
Fyrir 4 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför