fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fókus

Lopapeysa Ásu slær í gegn

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 5. desember 2024 07:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lopapeysan Flateyri sem hönnuð er af Ásu Steinars ljósmyndara vakti mikla lukku á opnunarviðburði sem 66°Norður hélt í verslun sinni á Laugavegi á dögunum. Ása hannar lopapeysuna í samstarfi við útivistarmerkið.

Lopapeysan seldist nánast upp á viðburðinum en samkvæmt upplýsingum frá 66°Norður er þó enn eitthvað til af peysunni í versluninni á Laugavegi og á vefverslun fyrirtækisins.

Ása er að vonum afar ánægð með viðtökurnar en hún segir það lengi hafa verið draum sinn að hanna lopapeysu. Peysan er úr 100% íslenskri ull, er innblásin af uppáhaldsstaðnum hennar á Vestfjörðum, Flateyri, og bleiku vetrarsólarlögum sem eru regluleg þar. 

,,Ullarpeysur hafa alltaf verið stór hluti af lífinu mínu í útivistinni, enda hlýjasta flík sem maður getur klæðst. Íslenska ullin okkar er einstök. Lopapeysan er hlýjasta og notalegasta flíkin í fataskápnum mínum akkúratt núna og mun vera það áfram, enda endast ullarpeysur í mörg mörg ár og frábær í komandi vetur. Mig langaði að gefa lopapeysunum nútímalegri blæ með bjartari lit en hefðbundnir jarðlitir eins og hvítur, brúnn eða grár. Mér finnst mikilvægt að bæta fallegum litum í útivistarfatnaðinn. Svo er blandað við tíglamunstur sem er oft sýnilegt í fatnaði 66°Norður,” segir Ása.  

Verið er að reyna að framleiða meira magn af lopapeysunni til að anna eftirspurn og líklegt er að fleiri eintök verði í boði um miðjan desember. 

Sigríður Margrét tók myndirnar á viðburðinum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife