fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Fókus

Gunni breytti um nafn en frestaði að tilkynna móður sinni tíðindin

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 4. desember 2024 13:30

Gunni Hilmarsson Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunni Hilmarsson, tónlistarmaður og fatahönnuður, breytti nýlega um nafn og segir ferlið hafa tekið enga stund.

Gunni er landsþekktur fyrir störf hans í tískuheiminum þar sem hann hefur starfað frá unglingsaldri, fyrir stuttu opnaði hann verslunina Thomsen RVK þar sem hann selur karlmannsföt undir eigin merki og von er á kvenfatnaði.

Gunni var skírður Gunnar, en ávallt kallaður Gunni, eins og hann ræðir við Kristínu Sif á K100. 

„Ég er meira en kallaður Gunni. Ég breytti nafninu mínu um daginn og er eini Gunninn á Íslandi,“ sagði Gunni og bætti við að ferlið hefði verið ótrúlega einfalt. „Þetta var á fimmtudagskvöldi klukkan hálf tíu. Ég gúglaði bara: nafnabreyting, fann einhvern hlekk og sótti um. Klukkan 9:15 morguninn eftir fékk ég tölvupóst um að nafnabreytingin væri samþykkt.“ 

Gunni á þó eftir að ganga frá ýmsum atriðum, eins og að uppfæra öll skilríki og halda nafnaveislu. „Ég þarf að gera það, með köku og blöðrum og fá gjafir,“ sagði Gunni glettnislega.

Gunni segir móður sína ekki hafa verið glaða með nafnabreytinguna.

„Það tók mig svolítinn tíma að segja mömmu frá þessu. Hún var ekki glöð því í fjölskyldunni var búið að bíða mjög lengi eftir að skíra strák í höfuðið á afa. Loksins kom „Gunnarinn“ – og ég skemmdi það,“ sagði hann og hló, en bætti við að annar Gunnar, alnafni afa hans, hefði komið á eftir honum í fjölskyldunni.

„Ég er búinn að vera að hugsa um þetta lengi, af því að ég hef alltaf verið kallaður Gunni,“ sagði tónlistarmaðurinn sem segir að eina undantekningin hafi verið þegar mamma hans var að skamma hann.

Gunni er Facebook-hópi sem heitir Gunnarar og segir að nafnabreytingin hafi stofnað aðild hans í hópnum í hættu.

„Þar var haldin atkvæðagreiðsla, og vegna reynslu og fyrri starfa fæ ég að vera áfram inni á grúppunni.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þær eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2024

Þær eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2024
Fókus
Í gær

Elton John: „Eins og þið vitið þá hef ég misst sjónina“

Elton John: „Eins og þið vitið þá hef ég misst sjónina“
Fókus
Í gær

Þess vegna ætlar hún aldrei aftur að vera dómari í The Voice

Þess vegna ætlar hún aldrei aftur að vera dómari í The Voice
Fókus
Í gær

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur með ráðin sem virka gegn aukakílóunum

Ragnhildur með ráðin sem virka gegn aukakílóunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París