fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Merk uppgötvun neðansjávar

Pressan
Sunnudaginn 15. desember 2024 07:30

Margir gleðjast yfir þessu. Mynd:Egyptian Ministry of Tourism and Antiquities

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fornleifafræðingar fundu nýlega klettaristur af nokkrum faraóum neðansjávar nærri Aswan í Egyptalandi. Fornleifafræðingarnir voru í köfunarleiðangri í Níl þegar þeir fundu risturnar auk áletrana.

Það var hópur franskra og egypskra fornleifafræðinga sem gerði uppgötvunina sunnan við Aswan á svæði sem fór undir vatn þegar Aswan stíflan var byggð á sjöunda áratugnum. Áður en svæðið fór undir vatn var mikið starf unnið undir forystu UNESCO við að skrá og fjarlægja eins margar fornminjar og hægt var. En ekki tókst að flytja allar fornminjarnar tímanlega á brott og þær lentu þvi undir vatni.

Live Science segir að Aswan hafi verið mikilvægt fyrir Egypta til forna því borgin hafi verið nærri suðurlandamærum landsins og mörg mikilvæg hof hafi verið nærri henni.

Fornleifafræðingarnir vinna nú við að bera kennsl á og skrá ristur og texta sem eru undir vatni. Reiknað er með að fleiri merkar ristur og áletranir muni finnast á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu