En Kunal Sood, læknir, segir að það fyrsta sem fólk eigi að innbyrða á morgnana sé heitt vatn því mikill heilsufarslegur ávinningur fylgi því.
Hann segir að þetta bæti meltinguna, hjálpi fólki að léttast og bæti blóðflæðið.
Hann segir að þetta bæti meltinguna því heita vatnið hjálpi til við að leysa upp matvæli sem við eigum venjulega erfitt með að melta. Hann segir að rannsóknir hafi sýnt að heitt vatn vinni gegn hægðatregðu.
Hann segir að heitt vatn styrki efnaskipti líkamans því hann vinni að því að kæla vatnið niður í líkamshita. Við þetta verði efnaskiptin hraðari og það geti hjálpað fólki að brenna hitaeiningum.
Þegar við drekkum heitt vatn, víkka æðarnar og það bætir blóðflæðið.
En Sood bendir fólki á að það á ekki að drekka sjóðandi heitt vatn. Það þarf að vera heitt en ekki of heitt. Það þarf því að finna jafnvægið.