fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Pressan
Sunnudaginn 8. desember 2024 18:30

Það er hægt að gera eitt og annað til að auka líkurnar á að ná háum aldri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki auðvelt að finna leyndardóminn á bak við langlífi. En það eru ákveðnir hlutir sem geta lengt lífið með því að stuðla að auknu heilbrigði. Ef þú vilt lifa lengi, þá gæti verið skynsamlegt að temja sér þessa hluti.

Sajad Zalzala, læknir, sagði í samtali við Fox News að meðal þeirra mikilvægu hluta sem fólk geti gert til að lengja lífið séu:

Að borða hollan mat – Það er mjög mikilvægt að borða hollan mat ef maður vill lifa lengi. Þetta eru auðvitað ekki nýjar fréttir og ætti því ekki að koma þér á óvart. „Ég forðast mikið unnin matvæli, mikla sykurnotkun og matvæli sem innihalda mikið af sterkju og sykri,“ sagði Zalzala.

Hreyfðu þig – Ef þú vilt lengja lífið, þá er ekki nóg að borða bara hollan mat. Það er auðvitað mikilvægur þáttur en ekki nóg eitt og sér. Zalzala sagði að það sé ekki síður mikilvægt að hreyfa sig, bæði úthaldsæfingar og styrktaræfingar.

Veldu réttu lyfin – Hann sagði að ef fólk taki lyf þá sé mikilvægt að þeim sá ávísað af lækni því notkun þeirra þurfi að byggjast á heilbrigðismarkmiðum hvers og eins.

Fæðubótarefni – Það er mikilvægt að fá vítamín og steinefni í gegnum matinn en oft dugir það ekki til. Það getur því verið góð hugmynd að taka ákveðin fæðubótarefni. Zalzala benti á að D-vítamín sé eitt mikilvægasta fæðubótarefnið.

Bættu svefninn – Það er ekki hægt að líta fram hjá því að léleg svefngæði hafa áhrif á hið daglega líf og hversu lengi við lifum. Þess vegna er mikilvægt að huga vel að svefninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags