fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Eyjan

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Eyjan
Miðvikudaginn 4. desember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Ármannsson, fyrrverandi forseti Alþingis, segir að Þórður Snæri Júlíusson sé réttkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar eftir kosningarnar um liðna helgi. Hann geti ekki afsalað sér þingmennsku fyrr en þingið hefur staðfest kjör hans á fyrsta þingfundi eftir að þing kemur saman.

Þetta segir Birgir í samtali við Morgunblaðið í dag en eins og kunnugt er tilkynnti Þórður Snær, fyrir kosningar, að hann myndi ekki taka sæti á þingi ef hann næði kjöri. Það gerðist eftir að gömul skrif hans undir dulnefni á bloggsíðu voru gerð opinber.

„Mér sýn­ist að Þórður Snær geti ekki af­salað sér þing­mennsku fyrr en eft­ir að kosn­ing hans hef­ur verið staðfest með at­kvæðagreiðslu á Alþingi á fyrsta þing­fundi, en þetta á sér ekki for­dæmi svo ég viti til,“ seg­ir Birg­ir við Morgunblaðið.

Hann segir að í málsmeðferðarreglum sé það þannig að yfirkjörstjórn kjördæmisins og landskjörstjórn geti ekki annað en skilað af sér þeim úrslitum kosninga sem réttastar eru.

„Ekki er hægt að taka til­lit til al­mennra yf­ir­lýs­inga held­ur eru það kosn­inga­úr­slit­in sem ráða og það ber að skila niður­stöðum í sam­ræmi við það,“ seg­ir Birg­ir við Morgunblaðið.

Bætir hann við að Þórður Snær geti skilað bréfi til forseta Alþingis þar sem hann segir af sér og varamaður hans tekur sætið. Sigmundur Ernir Rúnarsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi þingmaður, mun taka sæti Þórðar Snæs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefán Einar birtir kosningaspá sína – Telur að Píratar detti út og Sjálfstæðisflokkurinn taki fram úr Samfylkingunni

Stefán Einar birtir kosningaspá sína – Telur að Píratar detti út og Sjálfstæðisflokkurinn taki fram úr Samfylkingunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiðinleg kosningabarátta

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiðinleg kosningabarátta
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Samkomulag við Arion banka og Landsbankann um fjármögnun First Water

Samkomulag við Arion banka og Landsbankann um fjármögnun First Water
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Willum gerir lækna að Framsóknarmönnum

Willum gerir lækna að Framsóknarmönnum