fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Pressan

Svakalegar vendingar í máli Madeleine McCann – Hinn grunaði er með leynilega áætlun

Pressan
Miðvikudaginn 4. desember 2024 05:02

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrettán árum eftir að Madeleine McCann hvarf úr sumarleyfisíbúð í Algarve í Portúgal beindist grunur að Þjóðverjanum Christian Brückner. Mál Madeleine hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum frá því að hún hvarf. Foreldrar hennar hafa ekki gefið upp vonina um að hún finnist á líf dag einn.

Brückner afplánar nú dóm fyrir nauðgun sem hann framdi 2005. Hann gæti losnað úr fangelsi á næsta ári því í október var hann sýknaður af ákærum um fjölda ofbeldisbrota gegn börnum.

Bild segir að þýska lögreglan óttist að hann sé með leynilega áætlun á prjónunum. Ef hann verður ekki handtekinn eða ákærður í tengslum við mál Madeleine áður en hann verður látinn laus, þá getur hann farið hvert sem er enda frjáls maður.

Christian Brückner er enn talinn líklegastur til að hafa rænt og myrt Maddie.

 

 

 

 

 

 

Lögreglan óttast að hann muni þá nýta tækifærið og hraða sér til Kambódíu, Filippseyja eða Kúbu.

En af hverju þessi lönd? Svarið er að þau eiga það sameiginlegt að vera ekki með framsalssamning við Þýskaland. Ef ákæra verður gefin út á hendur Brückner eftir að hann er kominn til einhvers af þessum löndum, þá þarf hann ekki að hafa áhyggjur af að verða framseldur til Þýskalands.

Þýska lögreglan skýrði frá því sumarið 2020 að Brückner væri grunaður í málinu og sagðist hafa sannanir fyrir að Madeleine sé dáin. En ekki hefur komið fram hvaða sönnunargögn lögreglan hefur undir höndum, né hvort þau dugi til að ákæra hann áður en hann verður látinn laus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk slétt Marssúkkulaði – Fær bætur

Fékk slétt Marssúkkulaði – Fær bætur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Verðandi yfirmaður bandarískra leyniþjónustustofnana ólst upp í „leyndardómsfullum söfnuði“

Verðandi yfirmaður bandarískra leyniþjónustustofnana ólst upp í „leyndardómsfullum söfnuði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru krabbameinseinkenni sem þú getur uppgötvað þegar þú burstar tennurnar

Þetta eru krabbameinseinkenni sem þú getur uppgötvað þegar þú burstar tennurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að þvo fötin sín?

Hversu oft á að þvo fötin sín?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bretar ósáttir við kostnaðinn við krýningarathöfn Karls konungs

Bretar ósáttir við kostnaðinn við krýningarathöfn Karls konungs
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanleg aðvörun frá mafíunni – Afhöggvið höfuð

Óhugnanleg aðvörun frá mafíunni – Afhöggvið höfuð