fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Fréttir

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. desember 2024 07:00

Pútín Rússlandsforseti. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk yfirvöld leggja mikið á sig við að draga upp mynd af miklum stöðugleika í Rússlandi undir stjórn Vladímír Pútín en hann hefur verið við stjórnvölinn í 25 ár. En völd hans eru að breytast og erfið kynslóðaskipti eru fram undan.

Pútín er maðurinn sem stýrir árásunum á Úkraínu og horfir á her sinn leggja undir sig sífellt meira af nágrannaríkinu. Hann er leiðtogi landsins sem hefur enn töluverð áhrif í utanríkispólitíkinni og efnahagur þess hefur staðið refsiaðgerðir Vesturlanda mun betur af sér en reiknað var með. Hann hefur þurrkað alla stjórnarandstöðuna úr og skoðanakannanir sýna að meirihluti þjóðarinnar styður hann en er samt ekki endilega hrifinn af stríðsrekstrinum.

Reyndir sérfræðingar telja sig sjá merki breytinga undir yfirborðinu í Kreml. Pútín leikur lykilhlutverkið í að halda kerfinu saman en bein inngrip hans er nú mun oftar takmörkuð að umfangi og hann er mun varfærnari en hann var áður. Hann er ekki lengur hugrakkur og nýjungagjarn.

Pútín og félagar hans eru að mestu fólk fætt snemma á sjötta áratugnum og er í raun komið á pólitískan eftirlaunaaldur. Þetta kemur fram í greiningu Jótlandspóstsins á stöðunni í Rússlandi. Bent er á að nú séu blikur á lofti og uppgjör, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, virðist vera í uppsiglingu.

Rússneska elítan býr því við óvissu nú eftir að hafa kyngt og melt ákvörðunina um að ráðist skyldi inn í Úkraínu.

Tatjana Stanovaja, rússneskur stjórnmálafræðingur, sagði nýlega að í raun og veru lifi allir mikilvægir hagsmunaaðilar í valdakerfinu nú með þeirri staðreynd að allt geti gerst á meðan Pútín er við stjórnvölinn. Uppreisnir, erlent herlið ræðst inn í Rússland, herkvaðning og mótmæli, stjórnmálamenn eru myrtir og kjarnorkustríð er ekki útilokað.

Á síðustu 12 mánuðum hefur metfjöldi herforingja og hermanna verið handtekinn. Hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan á sjötta áratugnum. Einnig eru mörg dæmi um deilur og átök, meira að segja vopnuð, á milli ýmissa hópa innan valdakerfisins. Allt snýst þetta um að hafa stjórn á mikilvægum fjárhagslegum hagsmunum.

Elítan er gjörspillt og enginn er saklaus í hennar röðum og því nýtur enginn friðhelgi. Þetta geta Kremlverjar notfært sér til að halda öllum í valdakerfinu á tánum.

En þrátt fyrir að Pútín virðist vera allsráðandi þá er það ekki svo. Hann dregur sig oft í hlé þegar kemur að ákvarðanatöku og lætur valdahópanna innan valdakerfisins takast á um hvaða ákvörðun á að taka. Þetta hefur í för með sér að vandamál geta orðið að hörmungum.

Stanovaja benti á í greiningu sinni að þeim mun eldri sem Pútín verður og þeim mun minni tengsl sem hann hefur við allt í kringum sig, þeim mun minna treysti elítan honum til að tryggja að valdaskiptin í landinu fari friðsamlega fram. Að þeim kemur fyrr en síðar því Pútín er orðinn 72 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að Úkraína hafi þörf fyrir skotfæri en ekki friðarferli

Segir að Úkraína hafi þörf fyrir skotfæri en ekki friðarferli
Fréttir
Í gær

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“
Fréttir
Í gær

„Enginn á að vera hryggur um jólin“

„Enginn á að vera hryggur um jólin“