fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Fókus

Rómantískur eiginmaður fór heim með allt aðra vöru – „Klaufalegt klúður af okkar hálfu“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 4. desember 2024 08:30

Gerður Arinbjarnardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gerður Arinbjarnardóttir eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segir frá óheppilegum mistökum sem áttu sér stað við afgreiðslu í versluninni í gær, rétt fyrir lokun kl. 18. Tveir einstaklingar voru að versla mjög ólíkar vörur og völdu að láta pakka þeim inn fyrir sig. 

Annar þeirra, karlmaður, var að kaupa gjöf handa eiginkonunni til að koma henni á óvart. Hinn var að kaupa allt aðra og engan veginn rómantíska gjöf, hnefa. Svo óheppilega vildi til að pakkarnir svissuðust og fóru einstaklingar því úr versluninni með ranga vöru. 

„Þetta er í fyrsta skipti, þetta hefur aldrei gerst áður og við erum miður okkar. Hann heldur að hann sé að fara að gefa henni ótrúlega flottan pakka, en hann fékk vitlausan pakka með hnefa í. Hvað eigum við að gera?“ segir Gerður í story á samfélagsmiðlum.

Segir hún að það hafi náðst í einstaklinginn sem ætlaði að kaupa hnefann, sá fékk rétta vöru afhenta. Hins vegar veit Gerður ekki hver rómantíski eiginmaðurinn er og veltir fyrir sér hvort að mistökin eigi jafnvel ekki eftir að koma í ljós fyrr en á jólnum þegar eiginkonan opnar pakkann.

„Ég vona svo innilega að þetta fólk sem varð fyrir þessum mistökum hafi húmor fyrir þessum mistökum. Þetta eru bara mannleg mistök. Nennirðu plís senda mér skilaboð áður en þú réttir konunni þinni pakkann, en ef hún er búin að opna hann þá biðst ég innilegrar afsökunar. Og plís nennið þið að hlæja að þessu með okkur. Við erum án gríns í sjokki en getum samt ekki gert annað en að brosa af því þetta er svo grátbroslega fyndið eitthvað.“ 

Gerður segir að Jakob unnusti hennar hafi „stærstu áhyggjurnar af því að þessi maður verði einhleypur á morgun.“ 

„Þetta er leiðinlega klaufalegt klúður af okkar hálfu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þær eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2024

Þær eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2024
Fókus
Í gær

Elton John: „Eins og þið vitið þá hef ég misst sjónina“

Elton John: „Eins og þið vitið þá hef ég misst sjónina“
Fókus
Í gær

Þess vegna ætlar hún aldrei aftur að vera dómari í The Voice

Þess vegna ætlar hún aldrei aftur að vera dómari í The Voice
Fókus
Í gær

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur með ráðin sem virka gegn aukakílóunum

Ragnhildur með ráðin sem virka gegn aukakílóunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París