fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
433Sport

Fyrrum framkvæmdastjóri Vals fagnar því að menn flýti sér hægt á Híðarenda – „Það er verið að breyta til“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. desember 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Már Helgason, fyrrum framkvæmdastjóri Vals og sparkspekingur með meiru, fagnar því að knattspyrnudeild félagsins flýti sér hægt í að sanka að sér nýjum leikmönnum fyrir átökin í Bestu deild karla næsta sumar.

Á meðan Breiðablik og Víkingur, liðin sem Valur ætlar sér að berjast við á toppi deildarinnar, hafa verið að styrkja sig hefur lítið heyrst frá Hlíðarenda. Fyrir því er góð ástæða eftir því sem Jóhann segir.

„Mér finnst bara allt í lagi að menn séu að flýta sér hægt. Þeir reyndu við Óla Val og Valgeir en þeir völdu að fara aðra leið (í Breiðablik),“ sagði hann í hlaðvarpinu Dr. Football.

„Ég veit að það er verið að breyta aðeins strúkturnum á því hvernig deildin er rekin. Það er að koma inn yfirmaður knattspyrnumála og mögulega annar sem verður rekstrarstjóri knattspyrnudeildar eða slíkt.“

Leikmannahópur Vals er sterkur en það olli vonbrigðum að liðið hafi ekki verið nær toppnum í deildinni í ár.

„Það er verið að breyta til. Ef þeir sjá leikmenn sem þeim líst vel á bjóða þeir í þá en ég veit að þeir eru að skoða vel og vandlega leikmenn erlendis til að styrkja hópinn. Það mun gerast,“ segir Jóhann.

Meira
Skiptar skoðanir á stöðunni á Hlíðarenda – „Eins og týndur kafbátur sem næst ekki samband við“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Lygileg ummæli fyrir framan eiginkonu sína – „Mæti með rútu fulla af vændiskonum“

Sjáðu myndbandið: Lygileg ummæli fyrir framan eiginkonu sína – „Mæti með rútu fulla af vændiskonum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Neikvæðu fréttirnar um hann halda áfram – Rifust heiftarlega í hálfleik

Neikvæðu fréttirnar um hann halda áfram – Rifust heiftarlega í hálfleik
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hættu við á síðustu stundu út af leikmanni Manchester United – Ekki allir í klefanum sáttir

Hættu við á síðustu stundu út af leikmanni Manchester United – Ekki allir í klefanum sáttir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arne Slot án sex manna í ferðalaginu norður

Arne Slot án sex manna í ferðalaginu norður
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjarnan nær óþekkjanleg í afar óvæntu hlutverki – Var á allra vörum fyrir ógeðfellt atvik á árum áður

Stjarnan nær óþekkjanleg í afar óvæntu hlutverki – Var á allra vörum fyrir ógeðfellt atvik á árum áður
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Luke Shaw aftur á meiðslalistann

Luke Shaw aftur á meiðslalistann