Xabi Alonso, þjálfari Bayer Leverkusen, hefur útskýrt af hverju hann ákvað að kveðja spænska stórliðið Real Madrid árið 2014.
Alonso samdi þá við Bayern Munchen í Þýskalandi en eina ástæðan fyrir því er þjálfarinn geðþekki, Pep Guardiola sem er í dag hjá Manchester City.
Guardiola hefur síðan þá verið einn besti ef ekki besti þjálfari heims og lærði Alonso mikið undir hans stjórn í Þýskalandi.
,,Ég var svo forvitinn að komast að leyndarmálum Guardiola,“ sagði Alonso sem hefur náð stórkostlegum árangri með Leverkusen.
,,Hann er með endalausan náttúrulegan metnað. Tímabilin eru löng en Pep leit aldrei út fyrir að vera þreyttur, aldrei!“
,,Hann var alltaf á tánum og alltaf tilbúinn. Það gaf okkur kannski meira á lokametrunum, þegar það skipti mestu máli.“