Það er nóg að gera hjá ÍBV þessa stundina en félagið hefur klófest annan leikmanninn í dag fyrir átökin í Bestu deild karla næsta sumar.
Um er að ræða Serbann Milan Tomic sem mun koma til með að hjálpa nýliðunum í Bestu deildinni.
Tilkynning ÍBV
Serbneski miðjumaðurinn Milan Tomic hefur gengið í raðir ÍBV frá Vrsac sem leikur í næstefstu deild í Serbíu.
Milan er 24 ára miðjumaður sem hefur leikið með nokkrum liðum í Serbíu og makedónska efstu deildarliðinu Brera. Hann hefur mest leikið sem varnarsinnaður miðjumaður á leiktíðinni en getur einnig leyst aðrar stöður í vörn og á miðjunni.
Knattspyrnuráð býður Milan velkominn til félagsins og bindur vonir við að koma hans muni styrkja liðið fyrir baráttuna í Bestu deildinni á komandi ári.