fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkað um helming á rúmum þremur árum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 3. desember 2024 15:03

Dominos Skeifunni. Mynd: Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðið á þriðjudagstilboði Domino´s á Íslandi hækkaði í dag í 1.500 krónur úr 1.300 krónum.

Þetta er fjórða verðhækkun á þriðjudagstilboðinu frá því í október 2021 en þá vakti það þjóðarathygli þegar verð tilboðsins hækkaði úr 1.000 krónum og upp í 1.100 krónur. Verðið á tilboðinu hafði þá verið óbreytt í ellefu ár.

„Þriðjudagstilboð hefur ekki fylgt verðlagi en myndi kosta 1800kr í dag ef svo væri. Á sama tíma hefur kostnaður stóraukist og ekki síst síðustu ár. Þrátt fyrir að verðbólga mælist nú lægri en oft áður, höfum við fengið miklar hækkanir á kostnaðarliðum og fram undan eru enn frekari hækkanir. Þar má nefna launahækkanir og hækkanir frá birgjum, t.d. á osti frá 1. des. 

Er það von okkar að unnt verði að halda verðinu óbreyttu sem lengst enda höfum við í 30 ár kappkostað að bjóða hagstætt verð á öllum okkar vörum. Þrátt fyrir hækkunina nú er tilboðið enn einstaklega gott og leitun að tilboði sem gefur heimilum landsins meira fyrir peninginn,“

segir Magnús Hafliðason forstjóri Domino´s í skriflegu svari til DV.

Hækkunin á tilboðinu hefur þegar vakið athygli og meðal annars nokkra umræðu í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“
Fréttir
Í gær

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti
Fréttir
Í gær

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum
Fréttir
Í gær

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu
Fréttir
Í gær

Dagur svekktur og játar sig sigraðan: „Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar“

Dagur svekktur og játar sig sigraðan: „Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar“
Fréttir
Í gær

Halldór Armand fékk ekki krónu í listamannalaun og birtir epíska mynd

Halldór Armand fékk ekki krónu í listamannalaun og birtir epíska mynd