Enzo Maresca, stjóri Chelsea, er að vonum ánægður með gengi liðsins á leiktíðinni en telur það ekki í titilbaráttu.
Eftir bras undanfarin tímabil er Chelsea nú í þriðja sæti ensku úrvalsdeildairinnar með 25 stig eftir þrettán leiki.
„Ég hef sagt við eigendurna að vegna aldursins á liðinu geti Chelsea verið eitt af þeim liðum sem tekur yfir enskan fótbolta eftir 5-10 ár. Við erum á leið í rétta átt,“ segir Maresca, sem tók við í sumar.
„Við erum ekki í titilbaráttunni, algjörlega ekki að mínu mati,“ bætti hann við.
Næsti leikur Chelsea er gegn Southampton annað kvöld.