fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Hélt hún hefði keypt draumahúsið en þá byrjaði þriggja ára stríð – „Þetta var algjör martröð“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 3. desember 2024 12:29

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk kona, Taralyn Romero, keypti draumahúsið, eða svo hélt hún.

Húsið er í litlum fjallabæ í Jefferson-sýslu í Colorado, þar sem búa um þúsund manns. Á bak við húsið er fallegur bakgarður og lækur sem rennur í gegnum landsvæði Taralyn.

Húsið. Skjáskot/TikTok

Fljótlega eftir að hún flutti komst hún að því að bæjarbúar nýttu sér svæðið, sérstaklega þegar veðrið var gott. Taralyn fór að sjá fólk þarna með stóla og borð og alls konar dót. Hún komst að því að fyrrum eigandi hússins hafði leyft bæjarbúum að nota lækinn eins og þeir vildu, en tæknilega séð er lækurinn á eign Taralyn.

„Ég var alveg: „Af hverju er 55 manns með stóla, kælibox, mat og strandhlífar í bakgarðinum mínum?“ Mér fannst þetta ótrúlegt,“ sagði hún í samtali við Realtor.

Málið hefur vakið mikla athygli og sagði Taralyn, við Nesner, um það sem var í vændum: „Þetta var algjör martröð.“

Fjöldi fólks fyllti bakgarðinn. Skjáskot/TikTok

Drasl og áhætta

Taralyn reyndi fyrst að búa í sátt við nágrannana og leyfa þeim að vera í bakgarðinum en sökum slæmrar umgengni af þeirra hálfu ákvað hún að setja upp girðingu og skilti sem meinaði óviðkomandi aðgang að svæðinu.

Hún var einnig hrædd um að hún myndi verða gerð ábyrgð fyrir öllum slysum sem myndu eiga sér stað þarna, því tæknilega séð er þetta hennar eign og væri hún þá fjárhagslega ábyrg ef eitthvað myndi gerast. „Það var mikið um ung börn, bjór og mömmur í símanum, það var bara tímaspursmál hvenær eitthvað myndi gerast,“ sagði hún.

Fólk sötraði bjór á meðan börnin léku sér í læknum. Skjáskot/TikTok

Girðingin og skiltin fóru illa í bæjarbúa sem næstu mánuðina gerðu Taralyn lífið leitt. Þeir hreyttu óyrðum í hana og fékk hún viðurnefnið „The Wicked Witch of the West“ eða „klikkaða nornin“.

Áreitið var orðið svo slæmt að Taralyn ákvað að vekja athygli á málinu á TikTok og bjó til aðgang undir nafninu Wicked Witch of the West.

Fjölmargir netverjar sýndu Taralyn stuðning og sumir meira að segja í verki. Einhverjir hringdu í ráðamenn í bænum og færðu rök fyrir hennar máli.

@newsnercomofficial Throwback to our intreview with @Real Wicked Witch of the West go to her page to stay updated on her story! #propertyrights #landdispute ♬ Very Sad – Enchan

Seldi sýslunni hluta af landinu

Árið 2022 stefndi Jefferson-sýsla Taralyn og vildi að svæðið væri fyrir almenning. Þetta var langt og erfitt mál en Taralyn vann og endaði með að selja sýslunni hluta af landinu í maí 2023. Girðing var sett á milli og fékk Taralyn og fjölskylda að njóta heimilisins í næði og bæjarbúar fengu svæði fyrir sig.

Taralyn hélt 70 prósent af landsvæðinu og hluti af læknum er á hennar eign. „Þetta var sigur fyrir mig og sigur fyrir samfélagið,“ sagði hún.

Hún birti myndband frá bæjarfundinum sem var haldinn um hana og lækinn.

@wickedwitch_ofthe_west Part 1: Real Life Salem Witch Trial #truestory #romanempire #witchhunt #witchtok #kittredgeparkdrama #salemwitchtrials #entitlement #smalltownproblems #smalltownusa #colorado #creeklife #forshame #fyp #badneighbors #propertydispute #property #creeklady #romanempire #trending ♬ original sound – Real Wicked Witch of the West

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla
Fókus
Í gær

Konan mín elskar hópkynlíf – Hér er vandamálið

Konan mín elskar hópkynlíf – Hér er vandamálið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af rapparanum eftir að hann kom fram á tónleikum um helgina

Hafa miklar áhyggjur af rapparanum eftir að hann kom fram á tónleikum um helgina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættulegt kynlífstrend slær í gegn hjá háskólanemum – Læknar segja unga karlmenn í lífshættu

Hættulegt kynlífstrend slær í gegn hjá háskólanemum – Læknar segja unga karlmenn í lífshættu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hann var kappaksturinn holdi klæddur

Hann var kappaksturinn holdi klæddur