Riyad Mahrez fékk heldur furðulega spurningu frá fréttamanni eftir 2-2 jafntefli Al-Ahli gegn íranska liðinu Esteghlal í Meistaradeild Asíu í gær.
Mahrez gekk í raðir Al-Ahli frá Manchester City í fyrra eftir að hafa unnið þrennuna með enska liðinu um vorið.
Einhverjir eru á því að hann sé ekki að standa undir væntingum í Sádi-Arabíu og var spurður út í það í gær hvernig stæði á því að hann væri ekki jafngóður og hjá City.
„Heyrðu vinur, þú getur ekki borið þetta saman við Manchester City. Það þurfa allir að spila vel. Ég er liðsmaður, ekki Lionel Messi. Ég get ekki tekið boltann og gert allt einn,“ sagði Mahrez.
„Ef liðið spilar vel spila ég vel,“ bætti hann við.
Hér að neðan má sjá myndband af þessu.
🚨🗣️Riyad Mahrez (Al Ahly player) :
“I'm not Messi, I can’t take the ball and go alone and score, I’m team player, if the team plays good, I play good”
Q : Messi to Al-Ahly?
🚨🗣️Riyad Mahrez “😂” pic.twitter.com/nHYtWXM557
— 𝐂𝐀 𝐕𝐀?🐐🐐 (@psg_chief) December 2, 2024