Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur veitt Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar stjórnarmyndunarumboð. Kristrún hyggst ræða við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þær munu funda eftir hádegi í dag.
Kristrún fundaði með Höllu í morgun á Bessastöðum. Kristrún tjáði forseta að hún væri í virku samtali við formenn annarra flokka sem hafi einnig tjáð henni að þeir væru reiðubúnir í viðræður.
Fari svo að Kristrún, Þorgerður og Inga, sem nú eru kallaðar valkyrjurnar þrjár af gárungum, nái saman um myndun ríkisstjórnar. Þá hefði hún á bak við sig 36 manna þingmeirihluta. Í stjórnarandstöðu yrðu þá Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Framsóknarflokkur með samanlagt 27 menn.