fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Pressan

68 ára kona þarf að borga mörg hundruð milljarða – Að öðrum kosti verður hún drepin

Pressan
Þriðjudaginn 3. desember 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Truong My Lan, 68 ára viðskiptakona í Víetnam, mun brátt komast að því hvort lífi hennar verður þyrmt eftir að hún var dæmd til dauða fyrir tugmilljarða fjársvik.

Truong áfrýjaði dauðadómnum sem féll fyrr á þessu ári en hún var sökuð um að svíkja sem nemur 3.750 milljörðum króna út úr Saigon Commercial Bank sem hún stjórnaði. Mörg þúsund viðskiptavinir bankans töpuðu háum fjárhæðum á svikunum.

AFP segir frá því að Truong hafi handskrifað fimm blaðsíðna bréf þar sem hún bað um vægari refsingu.

Bent er á það að samkvæmt víetnömskum lögum gæti Truong forðast dauðadóminn með því að endurgreiða þriðjung þeirrar upphæðar sem hún sveik út og ef hún er samvinnufús við lausn málsins. Þetta myndi þýði að Truong þyrfti að reiða fram 1.250 milljarða króna og þá yrði dómnum væntanlega breytt í lífstíðarfangelsi.

Saksóknarar efast um að Truong geti borgað umrædda upphæð og hafa bent á að dómurinn hafi verið réttmætur í ljósi þess hversu umfangsmikil svikin voru og hversu mikil áhrif þau höfðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessar venjur laða skordýr að heimilinu

Þessar venjur laða skordýr að heimilinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona margar bakteríur eru í eldhússvampi

Svona margar bakteríur eru í eldhússvampi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingkona hverfur á braut í kjölfar fyllerís og misheppnaðrar viðreynslu

Þingkona hverfur á braut í kjölfar fyllerís og misheppnaðrar viðreynslu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Má loksins tjá sig um hryllinginn á kaffihúsinu árið 2014

Má loksins tjá sig um hryllinginn á kaffihúsinu árið 2014
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar