Neymar er loks að snúa aftur til baka eftir meiðsli en hann sleit krossband skömmu eftir að hann samdi við sádiarabíska félagið Al-Hilal í fyrra.
Brasilíska stórstjarnan yfirgaf Paris Saint-Germain fyrir peningana í Sádí en hefur sem fyrr segir lítið spilað.
Neymar er nú að snúa aftur en það þarf að búa til pláss til að skrá hann aftur í leikmannahóp Al-Hilal í sádiarabísku deildinni.
Daily Mail segir að hann komi inn á kostnað annarrar stjörnu, Kalidou Koulibaly, fyrrum leikmanns Chelsea og Napoli.
Samkvæmt frétt miðilsins verður samningi miðvarðarins rift eða hann lánaður.
Þó hafa einnig verið fréttir í kringum framtíð Neymar og því velt upp hversu langan tíma hann eigi eftir í Sádí.