Áður en hún var dómari, ásamt Kelly Clarkson, Blake Shelton og John Legend, sagðist hún vera mikill aðdáandi þáttanna.
En hún hætti eftir eina þáttaröð og hyggst ekki ætla að setjast í dómarasætið aftur.
Hún sagði í hlaðvarpinu Las Culturistas að það séu engar dramatískar ástæður að baki, heldur hafi hún tengst keppendum svo sterkum tilfinningalegum böndum og átt erfitt með að sjá þá senda heim í hverri viku. Hún sagði að það hafi tekið sinn toll og hún geti ekki ímyndað sér að ganga í gegnum það allt aftur.
Það hefur verið nóg að gera hjá söngkonunni síðan þá en hún fer með stórleik í söngleiknum Wicked sem er nú í kvikmyndahúsum.