Dagur Ingi Hammer Gunnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Leikni, en hann kemur frá Grindavík.
Dagur er 24 ára gamall og er uppalinn hjá Grindavík. Hann hefur verið lykilmaður þar undanfarin ár og skoraði 10 mörk í Lengjudeildinni í sumar.
Leiknir hafnaði í 8. sæti Lengjudeildarinnar í sumar.
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson hefur skrifað undir samning við Leikni til tveggja ára. pic.twitter.com/4AuROqQ2AV
— Leiknir Reykjavík (@LeiknirR) December 2, 2024