fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Pressan

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun

Pressan
Laugardaginn 7. desember 2024 13:30

Chris Hemsworth er einn þekktasti leikari samtímans. Hann gerir ýmislegt til að koma í veg fyrir að hann þrói með sér heilabilun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú atriði eru talin skipta lykilmáli þegar kemur að því að verjast heilabilun þegar aldurinn færist yfir. Samanburðarrannsókn vísindamanna á 30 þúsund einstaklingum, 60 ára og eldri, leiðir þetta í ljós.

Að eiga sér fá áhugamál, glíma við offitu og vera í mikilli kyrrsetu eru þau þrjú atriði sem talin eru spá best fyrir um þá sem þróa með sér heilabilun. Er þá átt við þá sjúkdóma sem hafa áhrif á heilastarfsemina þar sem Alzheimer-sjúkdómurinn er algengasta formið.

Rannsóknin var gerð í Bandaríkjunum af RAND-samtökunum og leiðir hún í ljós að til að minnka líkurnar á heilabilun, til dæmis þegar hætt er að vinna, sé gott að hafa áhugamál til að stunda, hreyfa sig reglulega – til dæmis með göngutúrum – og passa upp á mataræðið.

Peter Hudomiet, hagfræðingur sem leiddi rannsóknina, segir að þessi þrjú atriði vegi þyngra en önnur atriði eins og til dæmis reykingar.

Í umfjöllun Mail Online, sem fjallar um rannsóknina, er bent á að leikarinn heimsfrægi Chris Hemsworth hafi komist að því að hann beri gen sem auki líkurnar á að hann þrói með sér heilabilun. Til að minnka líkurnar á að hann þrói með sér heilabilun stundi hann mjög reglulega hreyfingu, hugleiðslu og passi vel upp á svefn og næringu.

Er bent á það í rannsókninni að það sé gagnlegt að fólk geri sér grein fyrir því hvað það getur gert sjálft til að takmarka líkurnar á sjúkdómum sem tengjast heilabilun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Í þessum borgum hefur rottum fjölgað mikið af einni ástæðu

Í þessum borgum hefur rottum fjölgað mikið af einni ástæðu
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Lagaprófessor rekur hvernig Elon Musk hefur mölbrotið lög undanfarið – „Þetta er mjög furðulegt og líklega ólöglegt“

Lagaprófessor rekur hvernig Elon Musk hefur mölbrotið lög undanfarið – „Þetta er mjög furðulegt og líklega ólöglegt“
Pressan
Í gær

Faðir hennar lést 53 ára úr heilakrabba – Læknar sögðu hann gera sér upp einkenni

Faðir hennar lést 53 ára úr heilakrabba – Læknar sögðu hann gera sér upp einkenni
Pressan
Í gær

Keypti jakka í notað og nýtt verslun – Fólki finnst að hún eigi ekki að nota hann út af því sem hún fann í honum

Keypti jakka í notað og nýtt verslun – Fólki finnst að hún eigi ekki að nota hann út af því sem hún fann í honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ef þú átt svona mynt gætir þú selt hana fyrir milljónir

Ef þú átt svona mynt gætir þú selt hana fyrir milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðherra biðst afsökunar – Lét ráðherrabílstjórann aka sér 446 km í hádegisverð

Ráðherra biðst afsökunar – Lét ráðherrabílstjórann aka sér 446 km í hádegisverð