fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
433Sport

Salah býður Liverpool lausn til að róa umræðuna

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. desember 2024 09:41

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah er opinn fyrir því að skrifa undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Liverpool til að róa sögurnar í kringum framtíð hans.

The Athletic segir frá þessu, en samningur Salah rennur út næsta sumar og hefur hann verið sterklega orðaður annað.

Hinn 32 ára gamli Salah er sagður pirraður á þeim sem ráða hjá Liverpool en hann vill hærri laun en þeir eru til í að bjóða honum. Egyptinn skrifaði undir þriggja ára samning sem innihélt 350 þúsund pund í vikulaun árið 2022. Vill hann skrifa undir svipað langa framlengingu með enn frekari launahækkun.

Salah má ræða við önnur félög frá byrjun næsta árs um að fara frítt þangað næsta sumar. Hann hefur til að mynda verið orðaður við Paris Saint-Germain og fjölda liða í Sádi-Arabíu.

Sjálfur vill Salah þó helst vera áfram hjá Liverpool og er sem fyrr segir til í að skrifa undir stutta framlengingu í bili samkvæmt nýjustu fréttum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Höfðar mál gegn eigandanum sem Jökull gagnrýndi harðlega – „Það segir nógu mikið um hann“

Höfðar mál gegn eigandanum sem Jökull gagnrýndi harðlega – „Það segir nógu mikið um hann“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum framkvæmdastjóri Vals fagnar því að menn flýti sér hægt á Híðarenda – „Það er verið að breyta til“

Fyrrum framkvæmdastjóri Vals fagnar því að menn flýti sér hægt á Híðarenda – „Það er verið að breyta til“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Mikil pressa á Lopetegui eftir slæmt tap – Fyrsti sigur Van Nistelrooy

England: Mikil pressa á Lopetegui eftir slæmt tap – Fyrsti sigur Van Nistelrooy
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Mateta hetja Palace

England: Mateta hetja Palace
433Sport
Í gær

Guardiola ræðir umtalaða ákvörðun um helgina en gefur lítið upp

Guardiola ræðir umtalaða ákvörðun um helgina en gefur lítið upp
433Sport
Í gær

Segir sína menn ekki í titilbaráttu þrátt fyrir vænlega stöðu

Segir sína menn ekki í titilbaráttu þrátt fyrir vænlega stöðu
433Sport
Í gær

Slot virðist svara spurningu sem margir hafa velt fyrir sér

Slot virðist svara spurningu sem margir hafa velt fyrir sér