Samantha og Aric fóru í golfbíl þegar þau yfirgáfu veisluna en ekki vildi betur til en svo að ölvaður ökumaður ók á golfbílinn með þeim afleiðingum að Samantha lést og Aric slasaðist alvarlega.
Samantha var enn í brúðarkjólnum þegar hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi og tvísýnt var hvort Aric myndi lifa slysið af.
Jamie Lee hafði verið á pöbbarölti áður en hún settist undir stýri en auk þess að aka ölvuð ók hún á allt að þreföldum leyfilegum hámarkshraða þar sem slysið varð.
Dómarinn í málinu nýtti sér refsirammann til fulls þegar dómur var kveðinn upp í gær.
Greint var frá því í sumar að Aric hefði höfðað mál gegn þremur börum sem seldu Jamie áfengi þetta örlagaríka kvöld, en sannað þótti að þeir hefðu haldið áfram að selja Jamie áfengi þó að hún hefði verið áberandi ölvuð þetta kvöld.
Samkomulag náðist í málinu í sumar og samþykktu staðirnir að greiða Aric 860 þúsund dollara, um 120 milljónir króna, í bætur gegn því að fallið yrði frá frekari málsókn.
Brúðkaupið breyttist í martröð – Brúðguminn fær milljónir í bætur