Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.
Bergur lauk stúdentsprófi frá MA árið 1958 og svo kennaraprófi og stundaði framhaldsnám í stærðfræði og stærðfræðikennslu.
Hann lét víða að sér kveða og varð til dæmis skólastjóri Barna- og unglingaskólans á Blönduósi árið 1968 þar sem hann starfaði til 1975. Hann varð framkvæmdastjóri Barnavinafélagsins Sumargjafar frá 1975 til 1978 og tók svo við sem framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur árið 1978 og starfaði það þar til hann fór á eftirlaun árið 2007.
Eftirlifandi eiginkona Bergs er Ingibjörg Sigrún Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi hjúkrunarframkvæmdastjóri. Börn þeirra eru Felix Bergsson leikari, Þórir Helgi Bergsson veitingamaður, Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins Headspace og Guðbjörg Sigrún Bergsdóttir deildarstjóri hjá Ríkislögreglustjóra.