fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Bergur Felixson er látinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. desember 2024 07:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergur Felixson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, er látinn 87 ára að aldri. Bergur lést þann 1. desember síðastliðinn á Landspítalanum í Fossvogi.

Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.

Bergur lauk stúdentsprófi frá MA árið 1958 og svo kennaraprófi og stundaði framhaldsnám í stærðfræði og stærðfræðikennslu.

Hann lét víða að sér kveða og varð til dæmis skólastjóri Barna- og unglingaskólans á Blönduósi árið 1968 þar sem hann starfaði til 1975. Hann varð framkvæmdastjóri Barnavinafélagsins Sumargjafar frá 1975 til 1978 og tók svo við sem framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur árið 1978 og starfaði það þar til hann fór á eftirlaun árið 2007.

Eftirlifandi eiginkona Bergs er Ingibjörg Sigrún Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi hjúkrunarframkvæmdastjóri. Börn þeirra eru Felix Bergsson leikari, Þórir Helgi Bergsson veitingamaður, Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins Headspace og Guðbjörg Sigrún Bergsdóttir deildarstjóri hjá Ríkislögreglustjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“
Fréttir
Í gær

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti
Fréttir
Í gær

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkað um helming á rúmum þremur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkað um helming á rúmum þremur árum
Fréttir
Í gær

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum