fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Bergur Felixson er látinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. desember 2024 07:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergur Felixson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, er látinn 87 ára að aldri. Bergur lést þann 1. desember síðastliðinn á Landspítalanum í Fossvogi.

Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.

Bergur lauk stúdentsprófi frá MA árið 1958 og svo kennaraprófi og stundaði framhaldsnám í stærðfræði og stærðfræðikennslu.

Hann lét víða að sér kveða og varð til dæmis skólastjóri Barna- og unglingaskólans á Blönduósi árið 1968 þar sem hann starfaði til 1975. Hann varð framkvæmdastjóri Barnavinafélagsins Sumargjafar frá 1975 til 1978 og tók svo við sem framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur árið 1978 og starfaði það þar til hann fór á eftirlaun árið 2007.

Eftirlifandi eiginkona Bergs er Ingibjörg Sigrún Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi hjúkrunarframkvæmdastjóri. Börn þeirra eru Felix Bergsson leikari, Þórir Helgi Bergsson veitingamaður, Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins Headspace og Guðbjörg Sigrún Bergsdóttir deildarstjóri hjá Ríkislögreglustjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming
Fréttir
Fyrir 4 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför