fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Inga lýsir ástæðu þess að hún stofnaði Flokk fólksins – „Ég varð gjörsamlega miður mín“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. desember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, rekur ástæðu þess að hún ákvað að stofna Flokk fólksins fyrir tæpum níu árum í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Flokkur fólksins vann ákveðinn sigur í kosningunum á laugardag og fékk 13,8% atkvæða og tíu þingmenn kjörna. Bendir margt til þess að flokkurinn muni fara í ríkisstjórn með Samfylkingu og Viðreisn.

Í grein sinni segir Inga að fyrir tæpum níu árum, skömmu áður en hún stofnaði Flokk fólksins, hafi hún heyrt af þá nýútkominni skýrslu Unicef á Íslandi um fátækt barna.

„Þar kom fram að 9,1% barn­anna okk­ar leið mis­mik­inn skort. Ég varð gjör­sam­lega miður mín og ég hét því þá að ég myndi gera allt sem í mínu valdi stæði til að út­rýma þess­ari óafsak­an­legu fá­tækt í okk­ar ríka landi. Í kjöl­farið stofnaði ég Flokk fólks­ins.“

Ávallt bætt sig á milli kosninga

Inga bendir á að flokkurinn hafi nú gengið í gegnum fernar alþingiskosningar og ávallt bætt við sig töluverðu fylgi milli kosninga.

„Það má með sanni segja að Flokk­ur fólks­ins sé einn helsti sig­ur­veg­ari ný­geng­inna kosn­inga enda bætti hann við sig fjór­um þing­mönn­um,“ segir Inga sem gerir skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna einnig að umtalsefni í grein sinni.

„Enn einu sinni skilaði niðurstaða kosn­inga meira kjör­fylgi til Flokks fólks­ins en nokk­ur skoðana­könn­un hafði spáð, en hæst feng­um við spá um 13,1% fylgi í óbirtri könn­un Gallup, sem RÚV greindi frá hinn 22. nóv­em­ber. Niðurstaða kosn­ing­anna var að 13,8% allra greiddra at­kvæða til­heyrðu Flokki fólks­ins.“

Réttlát og hreinlynd ríkisstjórn

Inga kveðst trúa því að nú verði raunverulegar breytingar og bjartari tímar fram undan fyrir alla þá sem eiga um sárt að binda.

„Fyr­ir börn­in okk­ar og fjöl­skyld­urn­ar sem glíma við fá­tækt og fyr­ir þá sem eru á biðlist­um eft­ir hjálp. Við búum í ríku landi þar sem öll­um á að líða vel. Það er í hönd­um okk­ar stjórn­mála­manna að jafna kjör­in og koma í veg fyr­ir að nokk­ur þurfi að líða skort.“

Inga er þakklát fyrir þær kveðjur sem hún hefur fengið meðan á kosningabaráttunni stóð og ekki síður eftir að talið var upp úr kjörkössunum.

„Sól­in sem skær­ast skín í lok dags er kær­leik­ur ykk­ar og traustið sem þið hafið sýnt Flokki fólks­ins með því að gefa hon­um ykk­ar dýr­mæta at­kvæði. Það er mín bjarg­fasta trú að við séum að fara að eign­ast rétt­láta hrein­lynda rík­is­stjórn sem tek­ur utan um sam­fé­lagið okk­ar í heild sinni af um­hyggju og alúð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum