fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Fæstir hafa líklega hugsað út í þessa þróun stríðsins í Úkraínu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. desember 2024 05:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rúmlega ár var stríðinu í Úkraínu lýst sem kyrrstöðustríði. Litlar breytingar urðu á víglínunni en fyrir nokkrum mánuðum varð mikil stigmögnun í því og það er líklega eitthvað sem fáir hafa hugsað út í.

„Slide into war“ (sem má þýða lauslegs sem: að lenda hægt og rólega í stríði) er hugtak sem er vel þekkt meðal sagnfræðinga og hefur verið notað um mörg stríð í mannkynssögunni. Þetta lýsir því að á friðartímum koma fram merki um að mannskæð átök geti verið yfirvofandi en skömmu síðar er ástandið orðið stjórnlaust því í mörgum litlum skrefum misstu menn stjórn á því og skyndilega er stríð skollið á.

Við erum ekki endilega komin á þann stað og kannski erum við ekki komin nálægt honum. En kannski erum við það hvað varðar stríðið í Úkraínu.

„Stríðið í Úkraínu er enn að stigmagnast,“ sagði Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, í samtali við B.T.

Hann á þar við stigmögnum sem Vesturlönd eru einnig viðriðin og benti til dæmis á að fyrir ekki svo löngu hafi verið talið útilokað að láta Úkraínumönnum F-16 orustuþotur í té. Útilokað hafi verið talið að Úkraínumenn myndu hertaka hluta af Rússlandi, útilokað hafi verið að norðurkóreskir hermenn myndu berjast í Úkraínu og að útilokað hafi verið að hægt yrði að leyfa Úkraínumönnum að nota langdræg bandarísk flugskeyti til árása á rússneskt landsvæði.

En allt hafi þetta breyst hægt en þó ekki rólega beint fyrir framan nefið á okkur á nokkrum mánuðum.

Fyrst hafi Úkraínumenn ráðist inn í Kúrsk í Rússlandi. Þar hafi þeir unnið sigur sem þeir þörfnuðust svo sannarlega og um leið hafi þeir niðurlægt Pútín.

Nokkrum vikum síðar fengu Rússar norðurkóreska hermenn til liðs við sig og þar með hafi enn eitt landið dregist inn í átökin.

Þá hafi innrás Úkraínumanna í Kúrsk haft í för með sér að Rússar gátu sótt hraðar fram í austurhluta Úkraínu, mun hraðar en þeir höfðu getað mánuðum saman, því Úkraínumenn urðu að flytja hermenn þaðan til Kúrsk.

„Stríðið er enn að stigmagnast og nú sjáum við tölur um meira mannfall hjá Rússum en nokkru sinni áður,“ sagði Nielsen sem sagði að við verðum að taka stöðu mála mjög alvarlega. „Þetta er stríð í Evrópu og það er enn að stigmagnast. Við verðum að hafa það í huga. Við verðum að átta okkur á að þetta er stjórnlaust stríð og við verðum að átta okkur á að það er enn hætta á að stríðið breiðist út,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti
Fréttir
Í gær

„Örvænting“ í Rússlandi vegna hruns rúblunnar

„Örvænting“ í Rússlandi vegna hruns rúblunnar
Fréttir
Í gær

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum
Fréttir
Í gær

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu
Fréttir
Í gær

Dagur svekktur og játar sig sigraðan: „Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar“

Dagur svekktur og játar sig sigraðan: „Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar“
Fréttir
Í gær

Halldór Armand fékk ekki krónu í listamannalaun og birtir epíska mynd

Halldór Armand fékk ekki krónu í listamannalaun og birtir epíska mynd