fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Dagur strikaður niður um sæti – Fer samt aftur upp

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 2. desember 2024 16:15

Dagur B. Eggertsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson var strikaður niður um eitt sæti í alþingiskosningunum um helgina. Vegna væntanlegrar afsagnar Þórðar Snæs Júlíussonar hefur það þó ekki áhrif.

Dagur var færður eða útstrikaður 1453 sinnum í kosningunum. Það er nóg til þess að færa hann niður úr 2. niður í 3. sæti hjá Samfylkingunni. Eða 17,6 prósent atkvæða flokksins.

Þórður Snær Júlíusson hefur hins vegar lýst því yfir að hann muni ekki taka sæti á þingi vegna gamalla bloggskrifa sem komu í ljós í kosningabaráttunni. Færist því Dagur aftur upp um sæti og staðan verður óbreytt.

Greint hefur verið frá því að nokkrir kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafi strikað yfir nafn Dags og þar með gert kjörseðil sinn ógildan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming
Fréttir
Fyrir 4 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför