Líklegt þykir að Samfylkingin og Viðreisn fari í meirihlutaviðræður og taki Flokk fólksins með sér. Einhverjir eru þó þeirrar skoðunar að Flokkur fólksins sé ef til vill ekki stjórntækur eins og DV hefur fjallað um. Sjá hér og hér.
Inga ræddi við fjölmiðla eftir fund sinn með Höllu í dag og segir hún í samtali við mbl.is að hún hefði átt óformlegar samræður við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Ekki væri þó um formlegar stjórnarmyndunarviðræður að ræða.
Inga blæs á það að Flokkur fólksins sé ekki stjórntækur.
„Mér leiðast þessi hallærislegu skilaboð um að Flokkur fólksins sé ekki stjórntækur. Við erum fallegur og glæsilegur 10 manna stjórnmálaflokkur,“ sagði hún við mbl.is.