Amad Diallo, kantmaður Manchester United, hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið og var hrósað í hástert af stjóranum Ruben Amorim eftir sigur liðsins í gær.
United vann þá 4-0 sigur á Everton og lagði Amad upp tvö mörk. Hann hefur byrjað báða leikina í úrvalsdeildinni frá Amorim tók við.
„Hann gerði mjög vel en hann þarf líka að bæta ákveðna þætti. Hann var góður varnarlegur og sóknarlega og þarf að halda svona áfram. Ruud van Nistelrooy hjálpaði honum mikið í þeim leikjum sem hann var við stjórnvölinn og það hjálpar mér núna,“ sagði Amorim um Amad eftir leik.
Amad gekk í raðir United í janúar 2021 en hefur á tíma sínum á Old Trafford verið lánaður til Rangers og Sunderland.
Samningur hans rennur út næsta sumar en Telegraph segir það á dagskrá United að framlengja hann sem fyrst. Blaðið segir þó ákvæði í samningi leikmannsins um að framlengja samninginn út næstu leiktíð einnig.
Það þarf þó að taka ákvörðun fljótt en í janúar mega önnur félög byrja að ræða við Amad um að koma frítt næsta sumar.