Kyle Walker, bakvörður Manchester City, hefur sent út skilaboð til stuðningsmanna félagsins eftir afar dapurt gengi undanfarið.
City hefur ekki unnið í sjö leikjum í röð og eftir 2-0 tap gegn Liverpool í gær er liðið í fimmta sæti, 11 stigum frá toppsætinu, þar sem Liverpool situr einmitt.
„Við vitum að síðustu frammistöður hafa ekki verið ásættanlegar. En við höfum tekist á við svona áskoranir áður. Saman komumst við í gegnum þetta. Það er mikilvægt að við stöndum öll saman,“ segir Walker, sem sjálfur hefur átt dapra leiki undanfarið.
„Ykkar stuðningur, hvort sem það er á góðum eða slæmum köflum, skiptir okkur öllu máli. Við höfum unnið titla í lokaleikjum, farið yfir 100 stig á einu tímabili og sýnt aftur og aftur að við getum tekist á við áskoranir. Við munum gera það aftur, ég lofa ykkur því. Við munum berjast allt til enda.