Blunts, sem heitir réttu nafni Davion Blessing, er 23 ára gamall en hann kom fram á tónleikum sem haldnir voru til heiðurs rapparanum Juice WRLD sem lést árið 2019, nokkrum dögum eftir 21 árs afmælið sitt.
Eins og sést á myndinni hér að ofan og myndbandinu hér að neðan var Blunts með súrefniskút á sviðinu og þá þurfti hann að sitja í sófa á meðan hann flutti lag á tónleikunum.
Blunts glímir við mikla offitu og lét tónlistarmaðurinn Snoop Dogg hann heyra það á dögunum þegar hann kom fram á öðrum tónleikum fyrir skemmstu og flutti lag sitt, I Can‘t Put Down the Cup. Sagði Snoop að hann ætti að leggja frá sér kjúklingavængina.
Aðdáendur rapparans unga, sem er með 240 þúsund fylgjendur á Instagram, lýstu yfir áhyggjum af heilsu hans á samfélagsmiðlum eftir að myndbandið frá því um helgina fór í dreifingu.
„Ég vona að hann fái hjálp áður en það verður of seint. Hann er með frábæra rödd þegar hann getur notað hana,“ sagði einn. „Það brýtur í manni hjartað að sjá þetta,“ sagði annar og vísaði til þess að Blunts væri með súrefniskút og gæti ekki staðið á sviðinu.
Dave Blunts performs while sitting on a couch with an oxygen tank on stage at Juice WRLD Day and calls out Snoop Dogg.
pic.twitter.com/B9OYpFksQS— No Jumper (@nojumper) December 1, 2024